FH 2 - 2 Valur
1-0 Ólafur Guðmundsson ('20 )
1-1 Hólmar Örn Eyjólfsson ('69 )
1-2 Arnór Smárason ('83 )
2-2 Matthías Vilhjálmsson ('89 )
Lestu um leikinn
1-0 Ólafur Guðmundsson ('20 )
1-1 Hólmar Örn Eyjólfsson ('69 )
1-2 Arnór Smárason ('83 )
2-2 Matthías Vilhjálmsson ('89 )
Lestu um leikinn
Það var dramatík er FH og Valur mættust í stórleik í Bestu deildinni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika.
FH-ingar og þeir tóku forystuna eftir 20 mínútna leik er Ólafur Guðmundsson kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu inn á teiginn sem Björn Daníel Sverrisson tók.
„Fyrri hálfleik er lokið. Ég er ekki frá því að forystan sé svolítið verðskulduð," skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu er flautað var til hálfleiks; FH var 1-0 yfir.
Steven Lennon fékk frábært færi til að tvöfalda forystuna snemma í seinni hálfleik en hann reyndi að vippa boltanum í markið. Það fór ekki vel hjá honum.
Það átti eftir að reynast dýrt fyrir heimamenn á endanum.
Valur vann sig meira inn í leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleik og þeir jöfnuðu metin á 69. mínútu. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði þá eftir mikinn darraðadans inn á teignum. Um stundarfjórðungi síðar tóku Valsmenn svo forystuna í leiknum er Arnór Smárason stýrði boltanum í netið af stuttu færi.
Það héldu þá líklega einhverjir að Arnór væri að gera sitt annað sigurmark í sumar, en hann var hetjan gegn ÍBV í fyrstu umferð. Því miður fyrir hann, þá tókst FH að jafna. Matthías Vilhjálmsson gerði jöfnunarmarkið á 89. mínútu með skoti inn í teignum.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-2. Bæði lið líklega svekkt að fá ekki meira en eitt stig. Þetta eru fyrstu stigin sem Valur tapar í sumar og er liðið með tíu stig á toppnum. FH er með fjögur stig og geta ekki verið sáttir með sína byrjun á tímabilinu.
Athugasemdir