Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vonar að Romero flytji til Madrídar
Romero ásamt Emiliano Martínez landsliðsmarkverði Argentínu.
Romero ásamt Emiliano Martínez landsliðsmarkverði Argentínu.
Mynd: EPA
Barrios í baráttu við Raphinha.
Barrios í baráttu við Raphinha.
Mynd: EPA
Julián Alvarez, framherji Atlético Madrid, vill fá Cristian Romero landsliðsfélaga sinn frá Argentínu til að ganga til liðs við sig í spænsku höfuðborginni.

Romero, sem leikur fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið orðaður við Atlético undanfarna mánuði þar sem Diego Simeone þjálfari hefur miklar mætur á honum. Simeone er einnig argentínskur og með sex argentínska leikmenn í hópnum sínum - þar á meðal son sinn Giuliano Simeone.

Romero er mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar hjá Tottenham en þykir þó ekki ómissandi þar á bæ. Hann hefur gerst sekur um nokkur klaufaleg mistök á dvöl sinni í London og er talið að hann sé falur fyrir um 70 milljónir evra - eða 60 milljónir punda.

Hann er lykilmaður í vörninni hjá Argentínu og á tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham.

„Ég vona að Cuti Romero komi til Atlético, hann myndi hjálpa okkur mjög mikið. Hann myndi njóta sín í botn hérna, þetta er mjög svipuð stemning og með argentínska landsliðinu," svaraði Alvarez þegar hann var spurður út í orðrómana sem segja Romero vera á leið til Atlético.

Þá greinir fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano frá því að spænski miðjumaðurinn Pablo Barrios sé að gera nýjan samning við Atlético.

Núverandi samningur Barrios rennur út 2028 en nýr samningur mun gilda til 2030.

Barrios er aðeins 21 árs gamall og hefur tekist að festa sig í sessi í sterku byrjunarliði Atlético. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán á dögunum og þykir gríðarlega öflugur þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner
banner