Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. júní 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjarðabyggð fær þrjá erlenda leikmenn (Staðfest)
Ruben Lozano er sóknarmaður sem kemur frá Spáni.
Ruben Lozano er sóknarmaður sem kemur frá Spáni.
Mynd: Fjarðabyggð
Fjarðabyggð, sem leikur í 2. deild, hefur bætt þremur erlendum leikmönnum við hóp sinn fyrir komandi keppnistímabil. Eru það tveir Spánverjar og einn Frakki.

Spánverjinn Rubén Lozano Ibancos er 25 ára sóknarmaður sem hefur alla tíð spilað á Spáni og verður góður liðsmaður fyrir Fjarðabyggð.

Faouzi Taieb Benabbas er 22 ára miðvörður frá Frakklandi. Hann er stór og sterkur og spilaði síðast í háskólabolta hjá háskólanum Santa Barbara í Kalíforníu.

Tote Fernandez er 24 ára miðjumaður frá Spáni. Hann hefur spilað á Spáni öll sín knattspyrnuár.

Fjarðabyggð hafnaði í níunda sæti 2. deildar karla á síðustu leiktíð.

Komnir:
Faouzi frá Frakklandi
Rubén Lozano Ibancos frá Spáni
Tote Fernandez frá Spáni

Farnir:
Nikola Kristinn Stojanovic í Þór
Pepelu í Víði
Gonzalo til Spánar
Ruben til Spánar
Milos Vasiljevic í Völsung
Dusan Zilovic til Serbíu
Athugasemdir
banner
banner
banner