Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 06. júní 2022 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkjamenn klæddust armböndum til að styðja hert byssulög

Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins klæddust appelsínugulum armböndum í markalausu jafntefli sínu gegn Úrúgvæ í gærkvöldi.


Armböndin eru til stuðnings hertra byssulaga í Bandaríkjunum þar sem hafa verið nokkrar skotárásir undanfarnar vikur.

Bandaríska þingið kýs um harðari byssulög á næstu dögum og er ljóst að karlalandsliðið stendur með hertum byssulögum.

„Sem íþróttamenn njótum við þeirra forréttinda að ferðast um heiminn sem fulltrúar besta lands í heimi. Á ferðalögum okkar erum við oft spurðir hvernig land eins og Bandaríkin er með svona mikið af byssuofbeldi," segir meðal annars í bréfi sem leikmenn landsliðsins sendu á alla þingmenn.

í bréfinu eru þingmenn beðnir um að „standa með meirihluta Bandaríkjamanna sem vilja hert byssulög."

Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, segist vera afar stoltur af leikmönnum sínum fyrir að taka afstöðu.


Athugasemdir