Ísak Bergmann Jóhannesson ræddi við Arnar Laufdal eftir 1-1 jafnteflið gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld.
„Ég er svekktur yfir því að taka ekki þrjú stig. Mér fannst við fá betri færi í leiknum," sagði Ísak.
„Ég er svekktur yfir því að taka ekki þrjú stig. Mér fannst við fá betri færi í leiknum," sagði Ísak.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Albanía
„Það var kafli í fyrri hálfleik sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir fínn leikur sem fer í reynslubankann."
Íslenska liðið kom öflugt út í seinni hálfleik, hvað sagði Arnar Viðarsson við menn í hálfleik?
„Hann sagði okkur að vera óhræddir. Honum fannst við of passífir í fyrri hálfleik en við pressuðum þá allan seinni hálfleik. Vonandi kemur sigurinn á móti Ísrael."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir