Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 06. júní 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Jón Dagur um fagnið: Þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt
Kom honum ekki á óvart að vera tekinn snemma af velli
Jón Dagur með skot að marki.
Jón Dagur með skot að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fagnið.
Fagnið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli og var það Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði mark okkar Íslendinga.

"Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en þeir voru samt ekkert að skapa sér neitt þrátt fyrir að við náðum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik þá náðum við samt að skapa sér fleiri færi en þeir, sanngjörn úrslit ég veit það ekki en við erum allavega drullu ósáttir með jafntefli"


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins hafa mikið verið að tala um að reyna tengja saman tvær góðar frammistöður, fannst Jóni Degi þeir ná að tengja saman við ágætis frammistöðu gegn Ísrael?

"Já sérstaklega í seinni hálfleik við vorum flottir í seinni en náðum ekki alveg okkar takti í fyrri hálfleik. Þetta eru alltaf 90 mínútur og það munu koma góðir kaflar og slæmir kaflar en klárlega við náðum að tengja, við töpuðum ekki það er jákvætt en við verðum að fara gera kröfur á sigur á heimavelli"   

Eftir að Jón Dagur skoraði mark okkar Íslendinga skellti hann í skemmtilegt fagn sem Emile Heskey gerði frægt um aldamótin, af hverju þetta fagn?

"Þetta er fyrir Leó frænda, ég bara byrjaði að gera þetta og fannst þetta skemmtilegt en ég þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt en þetta er bara flott í bili"

Skömmu eftir að Jón Dagur skorar þetta jöfnunarmark er honum kippt út af eftir einungis 60 mínútna leik, kom það Jóni Degi á óvart?

"Nei í rauninni ekki þetta eru fjórir leikir og við þurfum á öllum að halda og maður verður að gefa allt sem maður á í hvern einasta leik og þá kemur bara maður í manns stað. Jú jú þetta voru hvað, 60 mínútur í dag og það er bara hluti af þessu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Jón Dagur t.d. um hvað sé framundan hjá honum í félagsliðaboltanum.


Athugasemdir
banner
banner