Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mán 06. júní 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Jón Dagur um fagnið: Þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt
Kom honum ekki á óvart að vera tekinn snemma af velli
Jón Dagur með skot að marki.
Jón Dagur með skot að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fagnið.
Fagnið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli og var það Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði mark okkar Íslendinga.

"Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en þeir voru samt ekkert að skapa sér neitt þrátt fyrir að við náðum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik þá náðum við samt að skapa sér fleiri færi en þeir, sanngjörn úrslit ég veit það ekki en við erum allavega drullu ósáttir með jafntefli"


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins hafa mikið verið að tala um að reyna tengja saman tvær góðar frammistöður, fannst Jóni Degi þeir ná að tengja saman við ágætis frammistöðu gegn Ísrael?

"Já sérstaklega í seinni hálfleik við vorum flottir í seinni en náðum ekki alveg okkar takti í fyrri hálfleik. Þetta eru alltaf 90 mínútur og það munu koma góðir kaflar og slæmir kaflar en klárlega við náðum að tengja, við töpuðum ekki það er jákvætt en við verðum að fara gera kröfur á sigur á heimavelli"   

Eftir að Jón Dagur skoraði mark okkar Íslendinga skellti hann í skemmtilegt fagn sem Emile Heskey gerði frægt um aldamótin, af hverju þetta fagn?

"Þetta er fyrir Leó frænda, ég bara byrjaði að gera þetta og fannst þetta skemmtilegt en ég þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt en þetta er bara flott í bili"

Skömmu eftir að Jón Dagur skorar þetta jöfnunarmark er honum kippt út af eftir einungis 60 mínútna leik, kom það Jóni Degi á óvart?

"Nei í rauninni ekki þetta eru fjórir leikir og við þurfum á öllum að halda og maður verður að gefa allt sem maður á í hvern einasta leik og þá kemur bara maður í manns stað. Jú jú þetta voru hvað, 60 mínútur í dag og það er bara hluti af þessu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Jón Dagur t.d. um hvað sé framundan hjá honum í félagsliðaboltanum.


Athugasemdir
banner