Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 06. júní 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Jón Dagur um fagnið: Þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt
Kom honum ekki á óvart að vera tekinn snemma af velli
Jón Dagur með skot að marki.
Jón Dagur með skot að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fagnið.
Fagnið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli og var það Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði mark okkar Íslendinga.

"Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en þeir voru samt ekkert að skapa sér neitt þrátt fyrir að við náðum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik þá náðum við samt að skapa sér fleiri færi en þeir, sanngjörn úrslit ég veit það ekki en við erum allavega drullu ósáttir með jafntefli"


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins hafa mikið verið að tala um að reyna tengja saman tvær góðar frammistöður, fannst Jóni Degi þeir ná að tengja saman við ágætis frammistöðu gegn Ísrael?

"Já sérstaklega í seinni hálfleik við vorum flottir í seinni en náðum ekki alveg okkar takti í fyrri hálfleik. Þetta eru alltaf 90 mínútur og það munu koma góðir kaflar og slæmir kaflar en klárlega við náðum að tengja, við töpuðum ekki það er jákvætt en við verðum að fara gera kröfur á sigur á heimavelli"   

Eftir að Jón Dagur skoraði mark okkar Íslendinga skellti hann í skemmtilegt fagn sem Emile Heskey gerði frægt um aldamótin, af hverju þetta fagn?

"Þetta er fyrir Leó frænda, ég bara byrjaði að gera þetta og fannst þetta skemmtilegt en ég þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt en þetta er bara flott í bili"

Skömmu eftir að Jón Dagur skorar þetta jöfnunarmark er honum kippt út af eftir einungis 60 mínútna leik, kom það Jóni Degi á óvart?

"Nei í rauninni ekki þetta eru fjórir leikir og við þurfum á öllum að halda og maður verður að gefa allt sem maður á í hvern einasta leik og þá kemur bara maður í manns stað. Jú jú þetta voru hvað, 60 mínútur í dag og það er bara hluti af þessu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Jón Dagur t.d. um hvað sé framundan hjá honum í félagsliðaboltanum.


Athugasemdir
banner
banner