Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 06. júní 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Jón Dagur um fagnið: Þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt
Kom honum ekki á óvart að vera tekinn snemma af velli
Jón Dagur með skot að marki.
Jón Dagur með skot að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fagnið.
Fagnið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli og var það Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði mark okkar Íslendinga.

"Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en þeir voru samt ekkert að skapa sér neitt þrátt fyrir að við náðum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik þá náðum við samt að skapa sér fleiri færi en þeir, sanngjörn úrslit ég veit það ekki en við erum allavega drullu ósáttir með jafntefli"


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins hafa mikið verið að tala um að reyna tengja saman tvær góðar frammistöður, fannst Jóni Degi þeir ná að tengja saman við ágætis frammistöðu gegn Ísrael?

"Já sérstaklega í seinni hálfleik við vorum flottir í seinni en náðum ekki alveg okkar takti í fyrri hálfleik. Þetta eru alltaf 90 mínútur og það munu koma góðir kaflar og slæmir kaflar en klárlega við náðum að tengja, við töpuðum ekki það er jákvætt en við verðum að fara gera kröfur á sigur á heimavelli"   

Eftir að Jón Dagur skoraði mark okkar Íslendinga skellti hann í skemmtilegt fagn sem Emile Heskey gerði frægt um aldamótin, af hverju þetta fagn?

"Þetta er fyrir Leó frænda, ég bara byrjaði að gera þetta og fannst þetta skemmtilegt en ég þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt en þetta er bara flott í bili"

Skömmu eftir að Jón Dagur skorar þetta jöfnunarmark er honum kippt út af eftir einungis 60 mínútna leik, kom það Jóni Degi á óvart?

"Nei í rauninni ekki þetta eru fjórir leikir og við þurfum á öllum að halda og maður verður að gefa allt sem maður á í hvern einasta leik og þá kemur bara maður í manns stað. Jú jú þetta voru hvað, 60 mínútur í dag og það er bara hluti af þessu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Jón Dagur t.d. um hvað sé framundan hjá honum í félagsliðaboltanum.


Athugasemdir
banner