Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 06. júní 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Jón Dagur um fagnið: Þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt
Kom honum ekki á óvart að vera tekinn snemma af velli
Jón Dagur með skot að marki.
Jón Dagur með skot að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fagnið.
Fagnið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu er liðin mættust í kvöld á Laugardalsvelli og var það Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði mark okkar Íslendinga.

"Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en þeir voru samt ekkert að skapa sér neitt þrátt fyrir að við náðum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik þá náðum við samt að skapa sér fleiri færi en þeir, sanngjörn úrslit ég veit það ekki en við erum allavega drullu ósáttir með jafntefli"


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins hafa mikið verið að tala um að reyna tengja saman tvær góðar frammistöður, fannst Jóni Degi þeir ná að tengja saman við ágætis frammistöðu gegn Ísrael?

"Já sérstaklega í seinni hálfleik við vorum flottir í seinni en náðum ekki alveg okkar takti í fyrri hálfleik. Þetta eru alltaf 90 mínútur og það munu koma góðir kaflar og slæmir kaflar en klárlega við náðum að tengja, við töpuðum ekki það er jákvætt en við verðum að fara gera kröfur á sigur á heimavelli"   

Eftir að Jón Dagur skoraði mark okkar Íslendinga skellti hann í skemmtilegt fagn sem Emile Heskey gerði frægt um aldamótin, af hverju þetta fagn?

"Þetta er fyrir Leó frænda, ég bara byrjaði að gera þetta og fannst þetta skemmtilegt en ég þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt en þetta er bara flott í bili"

Skömmu eftir að Jón Dagur skorar þetta jöfnunarmark er honum kippt út af eftir einungis 60 mínútna leik, kom það Jóni Degi á óvart?

"Nei í rauninni ekki þetta eru fjórir leikir og við þurfum á öllum að halda og maður verður að gefa allt sem maður á í hvern einasta leik og þá kemur bara maður í manns stað. Jú jú þetta voru hvað, 60 mínútur í dag og það er bara hluti af þessu"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Jón Dagur t.d. um hvað sé framundan hjá honum í félagsliðaboltanum.


Athugasemdir
banner