Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 06. júlí 2015 14:21
Magnús Már Einarsson
Atli Sveinn leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Atli Sveinn í leik með KA í sumar.
Atli Sveinn í leik með KA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA, er búinn að leika sinn síðasta leik á ferlinum en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Atli Sveinn fékk höfuðhögg fyrir leikinn gegn HK fyrir rúmri viku og hann er nú hættur.

„Ég er að verða nokkuð eðlilegur aftur en það tók góða viku að jafna sig," sagði Atli Sveinn við Fótbolta.net í dag um höfuðhöggið.

„Ég fékk skot í hausinn í upphitun fyrir leikinn á móti HK. Það var ekkert þungt högg en ég er bara búinn að fá svo oft heilahristing að það þarf lítið til að maður verði vankaður."

„Þetta er leiðinlegt. Ég er orðinn 35 ára en auðvitað hefði maður viljað klára tímabilið með KA og koma okkur upp. Svona er þetta bara. Ég er búinn að prófa þannig sé flest allt á ferlinum."

Atli Sveinn er uppalinn KA-maður en hann kom aftur til félagsins árið 2013 eftir að hafa leikið í atvinnumensku erlendis og síðan með Val í áraraðir. Atli segir erfitt að skilja við KA á miðju tímabili ef það verður niðurstaðan. Hann hefur þó fulla trú á liðinu.

„Það eru góðir menn sem koma í staðinn og það verður ekkert vandamál. Það er bikarslagur (gegn Fjölni) í kvöld og þó að það hefi ekki gengið eins vel og við vildum í deildinni þá erum við bara fimm stigum frá 2. sætinu og það er nægur tími til að vinna það upp," sagði Atli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner