banner
   mið 06. júlí 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mandanda yfirgefur Marseille fyrir Rennes (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Olympique de Marseille er búið að staðfesta brottför Steve Mandanda frá félaginu eftir fjórtán ára dvöl. Markvörðurinn er 37 ára gamall og missti byrjunarliðssæti sitt hjá Marseille á síðustu leiktíð. 


Hann átti tvö ár eftir af samningnum við félagið en fær að yfirgefa á frjálsri sölu eftir að hafa misst byrjunarliðssætið. Rennes er búið að staðfesta komu markvarðarins til sín.

Mandanda er hokinn reynslu. Hann er langleikjahæsti leikmaður í sögu Marseille með 610 leiki fyrir félagið. Næstleikjahæstur er Mathieu Valbuena með 327 leiki að baki.

Auk þess á Mandanda 34 landsleiki að baki fyrir Frakkland þar sem hann var varamarkvörður fyrir Hugo Lloris stærsta hluta landsliðsferilsins.

Til gamans má geta að Mandanda fór til Crystal Palace tímabilið 2016-17 en átti erfitt uppdráttar. Meiðsli settu strik í reikninginn og þóttu frammistöður hans ekki nógu góðar svo hann var seldur aftur til Marseille ári síðar fyrir 3 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner