Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. ágúst 2020 09:23
Magnús Már Einarsson
Arsenal að landa Coutinho og Willian?
Powerade
Philippe Coutinho
Philippe Coutinho
Mynd: Getty Images
Jose Gimenez
Jose Gimenez
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er mættur í hús. Njótið!



Philippe Coutinho (28) er að færast nær því að fara frá Barcelona til Arsenal. Brasilíumaðurinn var í láni hjá Bayern Munchen á nýliðnu tímabili. (Sport)

Arsenal hefur boðið Willian (31) leikmanni Chelsea þriggja ára samning. (Sky Sports)

Arsenal er í bílstjórasætinu í baráttunni um Gabriel Magalhaes (22) varnarmann Lille en Manchester United, Everton og Napoli vilja einnig fá hann. (Daily Star)

Chelsea hefur sett Jose Gimenez (25) varnarmann Atletico Madrid efstan á óskalista sinn eftir að hafa hætt við að fá Declan Rice frá West Ham. Gimenez kostar 60 milljónir punda. (Daily Star)

Chelsea er í viðræðum um að fá vinstri bakvörðinn Sergio Reguilon (23) frá Real Madrid en hann var í láni hjá Sevilla á síðasta tímabili. (EPSN)

Marc-Andre ter Stegen (28) er að gera nýjan fimm ára samning við Barcelona. Þar með er ljóst að hann fer ekki til Chelsea sem er í leit að nýjum markverði. (Sun)

James Rodriguez (29) miðjumaður Real Madrid er á leið til Atletico Madrid á 13,5 milljónir punda. (Sun)

Tottenham er tilbúið að selja hægri bakvörðinn Serge Aurier (27) á 35 milljónir punda en AC Milan og Mónakó hafa bæði áhuga á honum. (Mirror)

Werder Bremen vill fá kantmanninn Tahith Chong (20) á láni frá Manchester United. (Bild)

Crystal Palace hefur boðið kantmanninum Ryan Fraser (26) samning. Fraser er félagslaus eftir að samningur hans hjá Bournemouth rann út. (Guardian)

Nýliðar Fulham vilja líka fá Fraser. (Sky Sports)

Fulham ætlar að bjóða stjóranum Scott Parker nýjan samning eftir að hann stýrði félaginu upp um deild. (Express)

Fulham ætlar að reyna að fá hægri bakvörðinn Kyle Walker-Peters (23) frá Tottenham. Southampton er líka að reyna að landa Walker-Peters en hann var hjá félaginu á láni síðari hlutann á síðasta tímabili. (Evening Standard)

Everton og Wolves vilja fá Rafinha (27) miðjumann Barcelona en riftunarverð í samningi hans er 14,5 milljónir punda. (Sport)

Aston Villa ætlar að berjast við Crystal Palace um Ollie Watkins (24) framherja Brentford. (Express and Star)

Tottenham er að íhuga að fá Said Benrahma (24) kantmann Brentford. (Mirror)

Norwich vill fá 20 milljónir punda fyrir vinstri bakvörðinn Jamal Lewis (22) en hann er á óskalista Liverpool. (Athletic)

Tottenham er tilbúð að selja bandaríska varnarmanninn Cameron Carter-Vickers (22) á 2,5 milljónir punda. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner