lau 06. ágúst 2022 15:15
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Arnór gulltryggði mikilvægan sigur Norrköpping
Arnór komst á blað.
Arnór komst á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari fékk gult spjald í dag.
Ari fékk gult spjald í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Norrköpping 2-0 Degerfors
1-0 C. Nyman ('33)
2-0 Arnór Sigurðsson ('90)


Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason voru í byrjunarliði Norrköpping sem tók á móti Degerfors í Allsvenskan deildinni í Svíþjóð.

Norrköpping, sem hefur verið í brasi á þessari leiktíð, vann góðan 2-0 heimasigur en sigurinn var mikilvægur til þess að forðast fallbaráttuna.

Nyman kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleiknum og það var síðan Arnór Sigurðsson sem gulltryggði sigurinn undir lok leiks eftir stoðsendingu frá Maic Sema.

Þetta er fyrsta mark Arnórs fyrir liðið eftir að hann sneri aftur í sumar. Þá var þetta þriðji leikur kappans í endurkomunni. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Bæði Ari og Arnór fengu gult spjald í dag en Ari spilaði 72. mínútur á meðan Arnór lék allan leikinn. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum hjá Norrköpping á 74. mínútu.

Norrköpping er í ellefta sæti deildarinnar með 19 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner