Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 18:17
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi og félagar sigruðu gegn AEK - Amanda skoraði
Mynd: FC Noah
Vinstri bakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði armenska stórliðsins FC Noah sem lagði AEK frá Aþenu að velli í forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Samkvæmt vefsíðu Flashscore spilaði Guðmundur í miðverði í dag er Noah vann 3-1 gegn sterkum andstæðingum. Seinni leikurinn fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 15. ágúst.

Amanda Jacobsen Andradóttir var þá í byrjunarliði Twente og skoraði hún eitt mark í stórsigri í æfingaleik gegn Gutersloh í dag.

Twente skoraði 8 mörk í sínum sigri en Daníel Freyr Kristjánsson og félagar í Fredericia settu 9 mörk í stórsigri í æfingaleik gegn Ringköbing.

Noah 3 - 1 AEK

Gutersloh 0 - 8 Twente

Rinkobing 1 - 9 Fredericia

Athugasemdir
banner
banner
banner