Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 06. september 2020 16:44
Hilmar Jökull Stefánsson
Andri Ólafs: Áttum ekki séns
Kvenaboltinn
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, hefur oft verið glaðbeittari heldur en eftir 4-0 tap sinna kvenna gegn Íslandsmeisturum Vals á Origo-velli í dag.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum sagði Andri:

„Bara feginn að þessi leikur sé búinn. Við áttum ekki séns, áttum ekki séns í dag. Nokkuð vel sloppið bara 4-0.“

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

ÍBV liðið fékk á sig eitt mark í síðari hálfleik, samanborið við þrjú í þeim fyrri, var eitthvað sem þjálfararnir sögðu við leikmennina í hálfleik sem átti þátt í því?

„Við lögðum aðeins meira í seinni hálfleikinn, lögðum okkur aðeins meira fram og vorum nær mönnum. Sammála því, í bæði hálfleikum hefðum við getað fengið á okkur fleiri mörk.“

Andri gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik þar sem leikmenn sem eru fæddar 2003, 2004 og 2005 komu inn á fyrir ÍBV. Var Andri farinn að spá í að hvíla leikmenn þá?

„Við erum bara í þéttu prógrammi bæði erum við með annan flokk í vikunni, KR, Fylki heima og svo eigum við aftur annan flokk. Við erum með rosa þunnan hóp þannig að já við erum að pæla í því, spjöld og svona.“

Er Andri hræddur við fallbaráttuna?

„Við erum í rauninni bara í henni, við þurfum að ná í fleiri stig. Við erum ekki búnar að ná þeim markmiðum sem við settum okkur sem er að gera betur en í fyrra. Við þurfum klárlega 3-4 stig í viðbót til að vera öruggar í þessum leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir