Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 06. september 2020 16:44
Hilmar Jökull Stefánsson
Andri Ólafs: Áttum ekki séns
Kvenaboltinn
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, hefur oft verið glaðbeittari heldur en eftir 4-0 tap sinna kvenna gegn Íslandsmeisturum Vals á Origo-velli í dag.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum sagði Andri:

„Bara feginn að þessi leikur sé búinn. Við áttum ekki séns, áttum ekki séns í dag. Nokkuð vel sloppið bara 4-0.“

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

ÍBV liðið fékk á sig eitt mark í síðari hálfleik, samanborið við þrjú í þeim fyrri, var eitthvað sem þjálfararnir sögðu við leikmennina í hálfleik sem átti þátt í því?

„Við lögðum aðeins meira í seinni hálfleikinn, lögðum okkur aðeins meira fram og vorum nær mönnum. Sammála því, í bæði hálfleikum hefðum við getað fengið á okkur fleiri mörk.“

Andri gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik þar sem leikmenn sem eru fæddar 2003, 2004 og 2005 komu inn á fyrir ÍBV. Var Andri farinn að spá í að hvíla leikmenn þá?

„Við erum bara í þéttu prógrammi bæði erum við með annan flokk í vikunni, KR, Fylki heima og svo eigum við aftur annan flokk. Við erum með rosa þunnan hóp þannig að já við erum að pæla í því, spjöld og svona.“

Er Andri hræddur við fallbaráttuna?

„Við erum í rauninni bara í henni, við þurfum að ná í fleiri stig. Við erum ekki búnar að ná þeim markmiðum sem við settum okkur sem er að gera betur en í fyrra. Við þurfum klárlega 3-4 stig í viðbót til að vera öruggar í þessum leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner