Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   sun 06. september 2020 16:44
Hilmar Jökull Stefánsson
Andri Ólafs: Áttum ekki séns
Kvenaboltinn
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, hefur oft verið glaðbeittari heldur en eftir 4-0 tap sinna kvenna gegn Íslandsmeisturum Vals á Origo-velli í dag.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum sagði Andri:

„Bara feginn að þessi leikur sé búinn. Við áttum ekki séns, áttum ekki séns í dag. Nokkuð vel sloppið bara 4-0.“

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

ÍBV liðið fékk á sig eitt mark í síðari hálfleik, samanborið við þrjú í þeim fyrri, var eitthvað sem þjálfararnir sögðu við leikmennina í hálfleik sem átti þátt í því?

„Við lögðum aðeins meira í seinni hálfleikinn, lögðum okkur aðeins meira fram og vorum nær mönnum. Sammála því, í bæði hálfleikum hefðum við getað fengið á okkur fleiri mörk.“

Andri gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik þar sem leikmenn sem eru fæddar 2003, 2004 og 2005 komu inn á fyrir ÍBV. Var Andri farinn að spá í að hvíla leikmenn þá?

„Við erum bara í þéttu prógrammi bæði erum við með annan flokk í vikunni, KR, Fylki heima og svo eigum við aftur annan flokk. Við erum með rosa þunnan hóp þannig að já við erum að pæla í því, spjöld og svona.“

Er Andri hræddur við fallbaráttuna?

„Við erum í rauninni bara í henni, við þurfum að ná í fleiri stig. Við erum ekki búnar að ná þeim markmiðum sem við settum okkur sem er að gera betur en í fyrra. Við þurfum klárlega 3-4 stig í viðbót til að vera öruggar í þessum leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner