Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 06. september 2020 16:44
Hilmar Jökull Stefánsson
Andri Ólafs: Áttum ekki séns
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, hefur oft verið glaðbeittari heldur en eftir 4-0 tap sinna kvenna gegn Íslandsmeisturum Vals á Origo-velli í dag.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum sagði Andri:

„Bara feginn að þessi leikur sé búinn. Við áttum ekki séns, áttum ekki séns í dag. Nokkuð vel sloppið bara 4-0.“

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

ÍBV liðið fékk á sig eitt mark í síðari hálfleik, samanborið við þrjú í þeim fyrri, var eitthvað sem þjálfararnir sögðu við leikmennina í hálfleik sem átti þátt í því?

„Við lögðum aðeins meira í seinni hálfleikinn, lögðum okkur aðeins meira fram og vorum nær mönnum. Sammála því, í bæði hálfleikum hefðum við getað fengið á okkur fleiri mörk.“

Andri gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik þar sem leikmenn sem eru fæddar 2003, 2004 og 2005 komu inn á fyrir ÍBV. Var Andri farinn að spá í að hvíla leikmenn þá?

„Við erum bara í þéttu prógrammi bæði erum við með annan flokk í vikunni, KR, Fylki heima og svo eigum við aftur annan flokk. Við erum með rosa þunnan hóp þannig að já við erum að pæla í því, spjöld og svona.“

Er Andri hræddur við fallbaráttuna?

„Við erum í rauninni bara í henni, við þurfum að ná í fleiri stig. Við erum ekki búnar að ná þeim markmiðum sem við settum okkur sem er að gera betur en í fyrra. Við þurfum klárlega 3-4 stig í viðbót til að vera öruggar í þessum leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner