Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. september 2022 21:14
Brynjar Ingi Erluson
„Maður er með óbragð í munninum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane fékk dauðafæri þegar tuttugu mínútur voru eftir en hitti ekki boltann
Sveindís Jane fékk dauðafæri þegar tuttugu mínútur voru eftir en hitti ekki boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland neyðist til að fara í umspil um sæti á HM eftir svekkjandi 1-0 tap fyrir Hollandi í undankeppninni í kvöld.

Holland setti mikla pressu á íslenska liðið og átti þrjú sláarskot í fyrri hálfleik og þá bjargaði Guðný Árnadóttir á línu.

Í þeim síðari tókst íslenska liðinu að loka betur á Holland og reyndu þær örvæntingafullar fyrirgjafir trekk í trekk. Það var svo í seint í uppbótartíma sem ein þeirra gekk upp og Holland komið á HM.

„Maður er með óbragð í munninum. Maður finnur svo til með stelpunum og leggja svo hart að sér og dugnaðurinn mikill. Viljinn upp á tíu eins og alltaf þegar þetta lið spilar og kemur saman. Sandra frábær í markinu og að eiga sinn besta leik á ferlinum. Þær voru svo nálægt því en það gekk ekki upp í þetta sinn. Stelpurnar geta borið höfuðið hátt og þá er það gamla góða Krýsuvíkurleiðin og við förum á HM á annan máta," sagði Margrét Lára á RÚV.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var ánægð við frammistöðu liðsins.

„Já, manni fannst það tilfinningin. Það var hvert færið á fætur öðru sem var að fara forgörðum en mér fannst íslenska liðið gera vel í seinni hálfleik. Þær lokuðu svæðin sem voru opin í fyrri hálfleik og gerðu það vel. Brugðumst rétt við og Selma kemur kröftug inn, það er svo stutt á milli. Sveindís fær gott færi en við vörðumst ofboðslega vel allan tímann."

Ólafur Kristjánsson segir að þetta sé súrt en að nú sé að bregðast við mótlætinu.

„Þetta er súrt því það er búið að leggja mikla vinnu í leikinn og ert að sigla þessu heim. Mér fannst Hollendingar farnar að senda fyrirgjafir inn í teig sem miðverðirnir og Sandra voru að ráða vel við og svo kemur þessi í lokin sem siglir í gegnum allt og fer í hornið. Ég sé þetta þannig að ef maður ætlar að meta leikinn þá var fyrri hálfleikurinn rosaleg brekka og Holland eftir öllu eðlilega áttu að hafa skorað mark þá. Steini og Ási laga varnarleikinn í seinni hálfleik og er betri. Síðan fær Sveindís þetta færi sem auðvitað hefðum viljað sjá hana skora. Þetta súra, súra og súra að fá þetta mark í restina en þetta er vegferð sem liðið er á."

„Það er rosalega erfitt að sitja hérna og ætla að gagnrýna þetta. Þrjú jafntefli á Evrópumótinu og taka þessi úrslit og þennan leik og halda áfram. Það er hundfúlt núna en lífið heldur áfram og menn verða sterkari af mótlætinu þó það sé rosalega erfitt að kyngja því núna,"
sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner