Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   fös 06. september 2024 18:27
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Icelandair
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hrikalega sterkur sigur og mikilvægur fyrir okkur. Ég er mjög glaður.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 4-2 sigur á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Andri er ánægður hvernig íslenska liðið vann sig inn í leikinn eftir ekki góða byrjun.

Þeir skora mark þar sem við erum opnir á miðjunni og þeir refsa okkur fyrir það. Við náum að jafna síðan fljótlega. Eftir það fannst mér við taka yfir leikinn. Mér fannst þeir ekkert skapa sér neitt mikið. Heilt yfir er ég ánægður hvernig við spiluðum þennan leik og hvernig við fórum af þessu þannig ég er stoltur af strákunum.“

Vendipunkturinn í leiknum var þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu og það danska rautt spjald þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta var klárt rautt spjald. Virkilega vel gert hjá Hilla (Hilmir Rafn) og þetta var góð sending hjá Hlyn. Þetta er klárt mál rautt spjald. Stalli (Kristall Máni) klárar vítið frábærlega. Það gaf okkur mikið og við vorum komnir í frábæra stöðu. Við vorum aldrei að fara að missa þetta niður. Hrós á strákana fyrir að klára þennan leik almennilega.

Sigurinn var gífurlega mikilvægur og gefur liðinu mjög mikið.

Þetta var hrikalega sterkur sigur og gefur okkur ótrúlega mikið. Núna þurfum við að fara í endurhæfingu og vera klárir í leikinn gegn Wales. Það eina sem skiptir máli núna er að ef við gerum ekkert gegn Wales skiptir þessi sigur engu máli. Við erum allir staðráðnir í að gera vel gegn Wales og koma okkur í geggjaða stöðu. Við erum allir á sömu blaðsíðu þar.

Andri Fannar er stoltur af liðinu og getur ekki beðið eftir að mæta Wales.

Eins og við sýndum í dag erum við fáranlega gott fótboltalið. Þegar við erum allir að vinna fyrir hvorn annan eru ekkert mörg lið sem geta unnið okkur og við höfum verið mjög góðir varnarlega og sóknarlega og erum með mjög góðan markmann. Strákarnir á bekknum líka. Við erum bara eitt stórt lið og vinnum saman. Ég hef mjög mikla trú á þessum strákum og eins og ég segi ætlum við að vinna gegn Wales. Ég er mjög spenntur fyrir þeim leik.“ sagði Andir Fannar að lokum.

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner