Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 06. september 2024 18:27
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Icelandair
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hrikalega sterkur sigur og mikilvægur fyrir okkur. Ég er mjög glaður.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 4-2 sigur á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Andri er ánægður hvernig íslenska liðið vann sig inn í leikinn eftir ekki góða byrjun.

Þeir skora mark þar sem við erum opnir á miðjunni og þeir refsa okkur fyrir það. Við náum að jafna síðan fljótlega. Eftir það fannst mér við taka yfir leikinn. Mér fannst þeir ekkert skapa sér neitt mikið. Heilt yfir er ég ánægður hvernig við spiluðum þennan leik og hvernig við fórum af þessu þannig ég er stoltur af strákunum.“

Vendipunkturinn í leiknum var þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu og það danska rautt spjald þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta var klárt rautt spjald. Virkilega vel gert hjá Hilla (Hilmir Rafn) og þetta var góð sending hjá Hlyn. Þetta er klárt mál rautt spjald. Stalli (Kristall Máni) klárar vítið frábærlega. Það gaf okkur mikið og við vorum komnir í frábæra stöðu. Við vorum aldrei að fara að missa þetta niður. Hrós á strákana fyrir að klára þennan leik almennilega.

Sigurinn var gífurlega mikilvægur og gefur liðinu mjög mikið.

Þetta var hrikalega sterkur sigur og gefur okkur ótrúlega mikið. Núna þurfum við að fara í endurhæfingu og vera klárir í leikinn gegn Wales. Það eina sem skiptir máli núna er að ef við gerum ekkert gegn Wales skiptir þessi sigur engu máli. Við erum allir staðráðnir í að gera vel gegn Wales og koma okkur í geggjaða stöðu. Við erum allir á sömu blaðsíðu þar.

Andri Fannar er stoltur af liðinu og getur ekki beðið eftir að mæta Wales.

Eins og við sýndum í dag erum við fáranlega gott fótboltalið. Þegar við erum allir að vinna fyrir hvorn annan eru ekkert mörg lið sem geta unnið okkur og við höfum verið mjög góðir varnarlega og sóknarlega og erum með mjög góðan markmann. Strákarnir á bekknum líka. Við erum bara eitt stórt lið og vinnum saman. Ég hef mjög mikla trú á þessum strákum og eins og ég segi ætlum við að vinna gegn Wales. Ég er mjög spenntur fyrir þeim leik.“ sagði Andir Fannar að lokum.

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner