Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   fös 06. september 2024 18:27
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Icelandair
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hrikalega sterkur sigur og mikilvægur fyrir okkur. Ég er mjög glaður.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 4-2 sigur á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Andri er ánægður hvernig íslenska liðið vann sig inn í leikinn eftir ekki góða byrjun.

Þeir skora mark þar sem við erum opnir á miðjunni og þeir refsa okkur fyrir það. Við náum að jafna síðan fljótlega. Eftir það fannst mér við taka yfir leikinn. Mér fannst þeir ekkert skapa sér neitt mikið. Heilt yfir er ég ánægður hvernig við spiluðum þennan leik og hvernig við fórum af þessu þannig ég er stoltur af strákunum.“

Vendipunkturinn í leiknum var þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu og það danska rautt spjald þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta var klárt rautt spjald. Virkilega vel gert hjá Hilla (Hilmir Rafn) og þetta var góð sending hjá Hlyn. Þetta er klárt mál rautt spjald. Stalli (Kristall Máni) klárar vítið frábærlega. Það gaf okkur mikið og við vorum komnir í frábæra stöðu. Við vorum aldrei að fara að missa þetta niður. Hrós á strákana fyrir að klára þennan leik almennilega.

Sigurinn var gífurlega mikilvægur og gefur liðinu mjög mikið.

Þetta var hrikalega sterkur sigur og gefur okkur ótrúlega mikið. Núna þurfum við að fara í endurhæfingu og vera klárir í leikinn gegn Wales. Það eina sem skiptir máli núna er að ef við gerum ekkert gegn Wales skiptir þessi sigur engu máli. Við erum allir staðráðnir í að gera vel gegn Wales og koma okkur í geggjaða stöðu. Við erum allir á sömu blaðsíðu þar.

Andri Fannar er stoltur af liðinu og getur ekki beðið eftir að mæta Wales.

Eins og við sýndum í dag erum við fáranlega gott fótboltalið. Þegar við erum allir að vinna fyrir hvorn annan eru ekkert mörg lið sem geta unnið okkur og við höfum verið mjög góðir varnarlega og sóknarlega og erum með mjög góðan markmann. Strákarnir á bekknum líka. Við erum bara eitt stórt lið og vinnum saman. Ég hef mjög mikla trú á þessum strákum og eins og ég segi ætlum við að vinna gegn Wales. Ég er mjög spenntur fyrir þeim leik.“ sagði Andir Fannar að lokum.

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner