Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 17:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur: Stoltur að vera hluti af þessari miklu fótboltafjölskyldu
Icelandair
Sigrinum á Wembley í júní fagnað.
Sigrinum á Wembley í júní fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Þórðar - 'Sum eru af gamla skólanum'.
Óli Þórðar - 'Sum eru af gamla skólanum'.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Stefán Teitur Þórðarson undirbýr sig nú fyrir leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeildinni. Ef hann kemur við sögu spilar hann sinn 21. landsleik.

Hann var til viðtals á dögunum í Preston hlaðvarpinu, PNE Pod. Þar var hann spurður út í fjölskylduna.

„Ég er langt frá því að vera landsleikjahæstur í fjölskyldunni," segir Stefán í spjallinu. Ólafur Þórðarson, frændi Stefáns, er landsleikjahæstur með 72 landsleiki. „Það ætti að vera markmiðið að ná þeim leikjafjölda."

Á síðunni Á sigurslóð er farið vel yfir ÞÞÞ ættina. Langafi Stefáns Teits, Þórður Þórðarson (f. 1930), er einn af fyrstu landsliðsmönnum Íslands. Samkvæmt KSÍ kom Þórður inn í landsliðið í fimmta leik þess í sögunni. Þórður lék 18 landsleiki og skoraði níu mörk.

„Ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta, þá þekkiru til þessarar fjölskyldu." Stefán var spurður hvort hann fyndi fyrir pressu verandi úr þessari miklu fótboltafjölskyldu.

„Nei, í rauninni ekki. Það eru forréttindi og ég er stoltur að vera hluti af henni, en það er engin pressa frá fjölskyldunni, allir sýna mikinn stuðning. Það er mikil þekking og þú vilt gera þau stolt. Þeim virkilega langar að þér gangi vel, og stundum getur verið erfitt að gera þau stolt, sum eru af gamla skólanum," segir Stefán.

Viðtalið má nálgast hér að neðan. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45.

Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Athugasemdir
banner
banner