Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Veselin tekur við Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir

Veselin Chilingirov, kallaður Vesko, er tekinn við sem þjálfari Fjölnis, sem leikur í 2. deild, af Magnúsi Hauki Harðarsyni sem sagði upp störfum í síðasta mánuði.


Vesko þjálfaði kvennalið Sindra áður en hann fór til Fjölnis. Hann hefur einnig starfað hjá Leikni og þjálfaði karlalið Stál Úlfs. Hann er með UEFA A gráðu.

Vesko er með UEFA A þjálfargráðu og hann hefur einbeitt sér að kvennafótbolta síðustu 5 ár.

Hann hefur verið undir stjórn Fjölnis í síðustu fjórum leikjum og hefur liðið ekki tapað undir hans stjórn.

TIlkynningin frá Fjölni

Veselin Chilingirov (Vesko) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Vesko er með UEFA A þjálfargráðu og hann hefur einbeitt sér að kvennafótbolta síðustu 5 ár.

Áður en hann kom til Fjölnis þá þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Sindra, Höfn í Hornafirði, ásamt því að vera yfirþjálfari yngir flokka hjá þeim. Hann hefur líka starfað hjá Leikni, Reykjavík, og þjálfað meistaraflokk kk Stál Úlfur.

Á nýliðnu tímabili þá hefur hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna Fjölnis. Undir lok keppnistímabilsins tók hann líka við þjálfun meistaraflokks og undir hans stjórn hefur liðið unnið 3 leiki og gert eitt jafntefli.

Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko hjá Fjölni og alla hans nálgun á kvennastarfið. Knattspyrnudeildin býður hann velkominn til starfa og við hlökkum til samstarfsins á komandi tímabili.

Eins og Vesko sjálfur segir: "Fótbolti er leikur, tilgangur hvers leiks er að hafa gaman."

Fjölniskveðjur,

Meistaraflokksráð kvenna


2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 12 7 2 3 30 - 18 +12 23
5.    ÍH 12 7 1 4 50 - 23 +27 22
6.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 12 5 0 7 26 - 37 -11 15
9.    Sindri 12 3 2 7 27 - 57 -30 11
10.    Dalvík/Reynir 12 2 3 7 15 - 45 -30 9
11.    Álftanes 12 2 2 8 25 - 37 -12 8
12.    Vestri 12 2 2 8 11 - 40 -29 8
13.    Smári 12 0 2 10 7 - 50 -43 2
Athugasemdir
banner
banner