
Grindavík/Njarðvík tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna 2026 með frábærum sigri í hreinum úrslitaleik gegn HK.
HK voru fyrir lokaumferðina í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á undan Grindavík/Njarðvík þegar þessi lið mættust í dag.
Lestu um leikinn: Grindavík/Njarðvík 4 - 1 HK
„Hún er bara ólýsanleg, í alvöru" sagði Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir fyrirliði Grindavík/Njarðvík eftir sigurinn í dag sem skilaði hennar liði sæti í Bestu deild kvenna 2026.
„Ég hafði mjög mikla trú á þessu að þetta myndi gerast en samt þá er ég bara orðlaus. Þetta er geðveikt"
Tilfinninginn fyrir leik og í leiknum var mjög góð hjá fyrirliðanum.
„Mjög góð. Við vorum vel undirbúnar og bara búnar að eiga gott tímabil í heild sinni og vorum bara mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum í dag"
„Það var alveg smá stress í byrjun en um leið og við byrjuðum að spila og sáum að þetta var bara okkar leikur þá var stressið alveg farið. Mér leið mjög vel inni á vellinum og ég held að stelpunum leið líka mjög vel"
Nánar er rætt við Sigríði Emmu Fanndal Jónsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 18 | 16 | 1 | 1 | 78 - 15 | +63 | 49 |
2. Grindavík/Njarðvík | 18 | 12 | 2 | 4 | 43 - 22 | +21 | 38 |
3. HK | 18 | 12 | 1 | 5 | 49 - 29 | +20 | 37 |
4. Grótta | 18 | 12 | 1 | 5 | 38 - 25 | +13 | 37 |
5. KR | 18 | 9 | 1 | 8 | 45 - 43 | +2 | 28 |
6. Haukar | 18 | 7 | 1 | 10 | 28 - 44 | -16 | 22 |
7. ÍA | 18 | 6 | 3 | 9 | 26 - 36 | -10 | 21 |
8. Keflavík | 18 | 4 | 4 | 10 | 23 - 30 | -7 | 16 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 2 | 14 | 21 - 58 | -37 | 8 |
10. Afturelding | 18 | 2 | 0 | 16 | 12 - 61 | -49 | 6 |