
Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti og búast veðbankar við öruggum sigri Íslands. Aserbaídsjan hefur ekki unnið mótsleik síðan 2023 og hefur ekkert náð að rétta úr kútnum síðan Fernando Santos tók við liðinu. Liðið er án sigurs í tíu leikjum undir hans stjórn.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti og búast veðbankar við öruggum sigri Íslands. Aserbaídsjan hefur ekki unnið mótsleik síðan 2023 og hefur ekkert náð að rétta úr kútnum síðan Fernando Santos tók við liðinu. Liðið er án sigurs í tíu leikjum undir hans stjórn.
Í aserskum fjölmiðlum er staða landsliðsþjálfarans, sem stýrði Portúgal til Evrópumeistaratitils á sínum tíma, talsvert til umræðu.
„Þjálfurum eru gefin ákveðin markmið, ef þeir ná ekki markmiðum sínum þá verður að gera breytingar," segir Sascha Yunisoglu, fyrrum varnarmaður Aserbaídsjan, í viðtali við Sportal.az.
„Santos er góður þjálfari. Sama hversu mikið við treysum honum þá verður stjórn sambandsins að taka ákvörðun að lokum. Landsliðið okkar hefur enn ekki náð á það stig sem við viljum sjá það. Ég er á þeirri skoðun að sem stendur væri best fyrir okkur að hafa heimamann með stjórnartaumana."
Hinn leikur Asera í þessum glugga er heimaleikur gegn Úkraínu á þriðjudaginn, á sama tíma og Ísland mætir Frakklandi á Prinsavöllum í París.
Athugasemdir