Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 04. september 2025 23:00
Brynjar Óli Ágústsson
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Kvenaboltinn
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjuð tilfinning. Töluðum um það að við ætluðum að koma og vinna þennan leik eins og alla aðra leiki, en það var ógeðslega sætt að gera þetta svona.'' segir Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik, eftir 2-1 sigur gegn FH í 16. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 FH

Birta skoraði bæði mörk Breiðablik í leiknum og það bæði á uppbótar tíma.

„Það er bara ólýsanlegt. Fyrra markið þá skýt ég í stöngina og ég hugsaði bara þetta er einn af þessum dögum þar sem að það er ekkert að fara inn, en svo fæ ég hann aftur og næ að stýra honum í netið. Svo í seinna markinu þá tóku bara tilfinningarnar yfir og hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur.''

Það er hörð titil barátta milli Breiðablik og FH. Birta var spurð hvernig það væri að taka þrjú stigin geng þeim.

„Það er ógeðslega mikilvægt, þær gáfu okkur hörku leik hérna og þær eru ógeðslega góðar. Það eru alveg 7 leikir eftir af mótinu,''

Breiðablik tók þátt í Meistaradeildinni þar sem Breiðablik sigraði fyrsta leik sinn en tapaði svo úrslitaleiknum gegn Twente.

„Við unnum fyrri leikinn og svo spiluðum við ógeðslega vel á móti Twente, ógeðslega stolt af liðinu mínu. Evrópu ævintýrið er ekki búið, við komust áfram og eigum leiki í október líka, þannig það verður gaman að halda áfram í því.''  segir Birta í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner