
„Geggjuð tilfinning. Töluðum um það að við ætluðum að koma og vinna þennan leik eins og alla aðra leiki, en það var ógeðslega sætt að gera þetta svona.'' segir Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik, eftir 2-1 sigur gegn FH í 16. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 FH
Birta skoraði bæði mörk Breiðablik í leiknum og það bæði á uppbótar tíma.
„Það er bara ólýsanlegt. Fyrra markið þá skýt ég í stöngina og ég hugsaði bara þetta er einn af þessum dögum þar sem að það er ekkert að fara inn, en svo fæ ég hann aftur og næ að stýra honum í netið. Svo í seinna markinu þá tóku bara tilfinningarnar yfir og hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur.''
Það er hörð titil barátta milli Breiðablik og FH. Birta var spurð hvernig það væri að taka þrjú stigin geng þeim.
„Það er ógeðslega mikilvægt, þær gáfu okkur hörku leik hérna og þær eru ógeðslega góðar. Það eru alveg 7 leikir eftir af mótinu,''
Breiðablik tók þátt í Meistaradeildinni þar sem Breiðablik sigraði fyrsta leik sinn en tapaði svo úrslitaleiknum gegn Twente.
„Við unnum fyrri leikinn og svo spiluðum við ógeðslega vel á móti Twente, ógeðslega stolt af liðinu mínu. Evrópu ævintýrið er ekki búið, við komust áfram og eigum leiki í október líka, þannig það verður gaman að halda áfram í því.'' segir Birta í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.