Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fim 04. september 2025 23:00
Brynjar Óli Ágústsson
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Kvenaboltinn
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjuð tilfinning. Töluðum um það að við ætluðum að koma og vinna þennan leik eins og alla aðra leiki, en það var ógeðslega sætt að gera þetta svona.'' segir Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðablik, eftir 2-1 sigur gegn FH í 16. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 FH

Birta skoraði bæði mörk Breiðablik í leiknum og það bæði á uppbótar tíma.

„Það er bara ólýsanlegt. Fyrra markið þá skýt ég í stöngina og ég hugsaði bara þetta er einn af þessum dögum þar sem að það er ekkert að fara inn, en svo fæ ég hann aftur og næ að stýra honum í netið. Svo í seinna markinu þá tóku bara tilfinningarnar yfir og hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur.''

Það er hörð titil barátta milli Breiðablik og FH. Birta var spurð hvernig það væri að taka þrjú stigin geng þeim.

„Það er ógeðslega mikilvægt, þær gáfu okkur hörku leik hérna og þær eru ógeðslega góðar. Það eru alveg 7 leikir eftir af mótinu,''

Breiðablik tók þátt í Meistaradeildinni þar sem Breiðablik sigraði fyrsta leik sinn en tapaði svo úrslitaleiknum gegn Twente.

„Við unnum fyrri leikinn og svo spiluðum við ógeðslega vel á móti Twente, ógeðslega stolt af liðinu mínu. Evrópu ævintýrið er ekki búið, við komust áfram og eigum leiki í október líka, þannig það verður gaman að halda áfram í því.''  segir Birta í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner