
„Hund svekktur með að tapa að sjálfsögðu en leikur tveggja hálfleika hjá FH liðinu. Flottur fyrri hálfleikur og við gerðum margt flott. Við skoruðum flott mark og hefðum geta skorað fleiri,'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Breiðablik í 16. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 FH
„Svo var ansi margt sem fór úrskeiðis í seinni hálfleik og við enduðum á því að ströggla í 45 mínútur og náðum því vel, en svo kom mark í blá lokin og svo annað mark í andlitið. Það er sárt og svekkjandi.''
Guðni var spurður út í tauganna hans eftir að FH komust yfir snemma í leiknum.
„Alltaf pollrólegur. Pollrólegur fyrir leik, pollrólegur í leiknum og pollrólegur eftir leik. Ég hugsaði á 87, ég held að þetta sé komið, mér leið þannig að þær væru ekki að fara skora víst að þær fengu þessi færi sem þær fengu. En svona fór þetta, til hamingju Breiðablik með að vinna leikinn.''
FH fær 2 mörk á sig á uppbótar tíma og Guðni var spurður út í hvað væri ástæðan fyrir því.
„Líkamleg þreyta og búnar á því. Mikið högg að fá á sig mark og þá riðlast allt endanlega og þær nýta sér það og setja annað mark í andlitið,''
Guðni var spurður út í hvort honum finnst FH enn eiga séns í titilinn eftir töpuð stig gegn fyrsta sæti Breiðablik.
„Já, á meðan möguleikinn er til staðar þá höldum við áfram að sækja stig. Fótbolti er svona, þú færð þrjú stig fyrir að vinna leiki og við fáum engin stig í dag. Við þurfum að horfa í næst leik or þar eru þrjú stig í boði,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.