Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Dorgu hissa yfir ákvörðun Man Utd - „Það var svolítið áfall“
Mynd: EPA
Patrick Dorgu, leikmaður Manchester United, segist hissa yfir því að félagið hafi leyft Rasmus Höjlund að fara frá félaginu í glugganum.

Man Utd keypti Benjamin Sesko frá RB Leipzig sem þýddi að Höjlund var ekki lengur í myndinni.

Hann var lánaður til Napoli undir lok gluggans, en skiptin verða gerð varanleg ef Napoli kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Dorgu var hissa yfir því að Man Utd hafi leyft framherjanum að fara.

„Svona eru hlutirnir í boltanum. Maður veit aldrei hvenær manns tími er kominn,“ sagði Dorgu við Daily Mail.

„Við vissum að Christian (Eriksen) væri á förum, en það var kannski meira áfall að Rasmus þurfti að fara. Ég ræddi mikið við hann í ferlinu og fann á mér hvert þetta var að stefna. Vonandi munum við halda áfram að hittast í verkefnum með danska landsliðinu,“ sagði Dorgu.
Athugasemdir
banner
banner