
Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á í sínum fyrsta hálfleik fyrr í kvöld, þegar Ísland vann sannfærandi 5-0 sigur á Aserbaídsjan í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Mér líður hrikalega vel. Þetta er heiður og draumur að fá að spila fyrir A-landsliðið.“
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn, Andra Lucas Guðjohnsen.
„Það hefði verið gaman að spila saman, en líka mjög fallegt að koma inn á fyrir hann. Þetta er stór stund fyrir fjölskylduna.“
„Þegar maður er á bekknum er maður að fylgjast með og að reyna að sjá hvað maður getur gert þegar maður kemur inn á. Maður mætti inn á og reyndi að gera sitt. Það virkaði næstum því, maður skoraði næstum því en það kemur næst.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir