Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fös 05. september 2025 22:25
Sölvi Haraldsson
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það tók smá tíma að brjóta þessa lágu blokk sem þeir voru í. Fyrsta markið kemur á góðum tímapunkti komandi inn í hálfleikinn. Frammistaðan í seinni hálfleik var bara virkilega góð og skemmtilegur bolti sem við vorum að spila. Við náðum að skora fjögur mörk í seinni hálfleiknum þannig við erum bara mjög sáttir“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands, eftir 5-0 sigur á Aserbaídsjan í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

„Við náðum 5 mörkum í dag sem er bara virkilega flott. Það tekur líka oft tíma að brjóta lið sem liggja svona neðarlega. Það var virkilega sterkt að ná því, sérstaklega úr horni. Við vorum ekki búnir að skapa okkur mikið fyrri hálfleik en við vissum að við ættum Gullann inni.“

Seinni hálfleikurinn var frábær hjá Íslenska liðinu en Jón Dagur var eins og allir Íslendingar ánægðir með hann.

„Við vorum að spila skemmtilegan bolta og náðum að ýta liðinu upp á völlinn og skora fjögur mörk. Eitt var alveg virkilega flott hjá Ísaki. Þetta var bara virkilega flott frammistaða í dag.“

Ísak Bergmann skoraði tvö mörk í dag og steig upp í seinni hálfleiknum eins og allt liðið.

„Ísak er virkilega góður leikmaður og það var gaman að sjá hvernig hann spilaði í dag.“

Næsti leikur verður gjörólíkur þessum leik, hvernig leggst leikurinn á þriðjudaginn við Frakkland í hópinn?

„Mér líst vel á leikinn við Frakkland. Þetta verður virkilega gaman og við ætlum bara að gefa þeim góðan leik. Þetta verður öðruvísi leikur þar sem við verðum meira að verjast og nýta okkur skyndisóknir. Við erum vel stemmdir í það og klárir í það á þriðjudaginn.“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson að lokum.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir