Grótta fékk Keflavík í heimsókn í seinustu umferð Lengjudeildar kvenna þar sem Grótta vann sannfærandi 3-0 sigur.
„Gott að klára þetta á þremur stigum, vinna sterkt Keflavíkurlið og við göngum alla vega sáttar frá borði frá þessum leik."
„Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt í þessu, við settum stigamet hjá félaginu, 37 stig en auðvitað er alltaf svekkjandi að fara ekki upp um deild sérstaklega þegar við náum að sækja svona mörg stig." sagði Lovísa í viðtali eftir leik.
„Bara ótrúlega vel. Hann þekkti liðið vel fyrir og þekkti leikmennina og hvernig hlutirnir virkuðu hjá félaginu þannig þetta hefði eiginlega ekki getað gengið betur alla vega aðlögunin." svaraði Lovísa þegar hún var spurð út í hvernig henni fannst Dominic Ankers nýr þjálfari liðsins koma inn í hlutina.
„Tilfinningin er fín, við klárum þetta á þremur stigum og það er alltaf gott að skora."
Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.