Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 04. september 2025 22:21
Brynjar Óli Ágústsson
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er í skýjunum, að skora í seinustu mínútum gerir manni það. Leikirnir gegn FH í ár hafa verið skemmtilegir, það er eitthvað sem við gefum áhorfendum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 2-1 sigur gegn FH í 16. umferð Bestu deild kvenna. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 FH

„Fyrsti hálfleikurinn var frekar jafn, ég held það hafi verið smá stress frá okkur. Þær byrjuðu leikinn betur en svo náðum við okkur inn í leikinn. Þessi seinni hálfleikur voru bestu 45 mínútur eitthvað lið hefur spilað allt sumar.' 

Breiðablik voru undir nánast allan leikinn en skoruðu svo tvö mörk í uppbótar tíma til þess að sigra leikinn.

„Miða við þau færin sem við höfðum fengið, þá hélt ég að þetta myndi vera bara einn af þessum dögum þar sem við höldum áfram að sækja, en ekkert myndi ganga upp fyrir okkur. Þegar við jöfnuðum, vorum við að tala um hvort við ættum að bakka alveg, en við sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja,''

Breiðablik tóku þátt í Meistaradeildinni í Hollandi nýlega og Nik var spurður út í frammistöðuna þar.

„Það gekk vel. Við spiluðum geng Twente sem rústuðu Val í fyrra 5-0. Við mættum og gáfum þeim leik. Við hefðum léttilega getað skorað þegar staðan var 0-0. Twente er miklu betra lið, ég ætla alls ekki að neita því en við vorum alveg í leiknum,''

Nik var spurður hvort Blikar hafa unnið titillinn eftir sigurinn í dag.

„Við höfum sett okkur í sterka stöðu, 8 stig frá öðru sæti. En við eigum enn 7 leiki eftir og hver leikur býður upp á eitthvað öðruvísi,'' segir Nik í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner