Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fim 04. september 2025 22:21
Brynjar Óli Ágústsson
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er í skýjunum, að skora í seinustu mínútum gerir manni það. Leikirnir gegn FH í ár hafa verið skemmtilegir, það er eitthvað sem við gefum áhorfendum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 2-1 sigur gegn FH í 16. umferð Bestu deild kvenna. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 FH

„Fyrsti hálfleikurinn var frekar jafn, ég held það hafi verið smá stress frá okkur. Þær byrjuðu leikinn betur en svo náðum við okkur inn í leikinn. Þessi seinni hálfleikur voru bestu 45 mínútur eitthvað lið hefur spilað allt sumar.' 

Breiðablik voru undir nánast allan leikinn en skoruðu svo tvö mörk í uppbótar tíma til þess að sigra leikinn.

„Miða við þau færin sem við höfðum fengið, þá hélt ég að þetta myndi vera bara einn af þessum dögum þar sem við höldum áfram að sækja, en ekkert myndi ganga upp fyrir okkur. Þegar við jöfnuðum, vorum við að tala um hvort við ættum að bakka alveg, en við sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja,''

Breiðablik tóku þátt í Meistaradeildinni í Hollandi nýlega og Nik var spurður út í frammistöðuna þar.

„Það gekk vel. Við spiluðum geng Twente sem rústuðu Val í fyrra 5-0. Við mættum og gáfum þeim leik. Við hefðum léttilega getað skorað þegar staðan var 0-0. Twente er miklu betra lið, ég ætla alls ekki að neita því en við vorum alveg í leiknum,''

Nik var spurður hvort Blikar hafa unnið titillinn eftir sigurinn í dag.

„Við höfum sett okkur í sterka stöðu, 8 stig frá öðru sæti. En við eigum enn 7 leiki eftir og hver leikur býður upp á eitthvað öðruvísi,'' segir Nik í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner