Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 04. september 2025 22:21
Brynjar Óli Ágústsson
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er í skýjunum, að skora í seinustu mínútum gerir manni það. Leikirnir gegn FH í ár hafa verið skemmtilegir, það er eitthvað sem við gefum áhorfendum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 2-1 sigur gegn FH í 16. umferð Bestu deild kvenna. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 FH

„Fyrsti hálfleikurinn var frekar jafn, ég held það hafi verið smá stress frá okkur. Þær byrjuðu leikinn betur en svo náðum við okkur inn í leikinn. Þessi seinni hálfleikur voru bestu 45 mínútur eitthvað lið hefur spilað allt sumar.' 

Breiðablik voru undir nánast allan leikinn en skoruðu svo tvö mörk í uppbótar tíma til þess að sigra leikinn.

„Miða við þau færin sem við höfðum fengið, þá hélt ég að þetta myndi vera bara einn af þessum dögum þar sem við höldum áfram að sækja, en ekkert myndi ganga upp fyrir okkur. Þegar við jöfnuðum, vorum við að tala um hvort við ættum að bakka alveg, en við sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja,''

Breiðablik tóku þátt í Meistaradeildinni í Hollandi nýlega og Nik var spurður út í frammistöðuna þar.

„Það gekk vel. Við spiluðum geng Twente sem rústuðu Val í fyrra 5-0. Við mættum og gáfum þeim leik. Við hefðum léttilega getað skorað þegar staðan var 0-0. Twente er miklu betra lið, ég ætla alls ekki að neita því en við vorum alveg í leiknum,''

Nik var spurður hvort Blikar hafa unnið titillinn eftir sigurinn í dag.

„Við höfum sett okkur í sterka stöðu, 8 stig frá öðru sæti. En við eigum enn 7 leiki eftir og hver leikur býður upp á eitthvað öðruvísi,'' segir Nik í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner