
Íslenska landsliðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Aserbaídsjan í undankeppni HM fyrr í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í leiknum, en hann kom í viðtal að honum loknum.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Mjög sáttur, flott frammistaða hjá öllum. Stóðum okkur gríðarlega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Við keyrðum yfir þá, það er ekki hægt að biðja um meira en 5-0.“
Íslenska liðið lék á alls oddi í síðari hálfleik.
„Það er ógeðslega gaman þegar maður nær þessu flæði. Þeir áttu bara ekki breik, við vorum að finna hvorn annan í svæðum, spiluðum vel saman, ógeðslega gaman þegar svona leikir koma inn, allir á deginum.“
Aserbaídsjan hægðu á mikið leiknum í fyrri hálfleik, fór það í taugarnar á ykkur leikmönnunum?
„Það gerði það eiginlega of mikið, við vorum farnir að kvarta aðeins í dómaranum og þetta komst smá í hausinn á okkur hvernig þeir spiluðu. Reyna að tefja og ekki mikið að sækja, voru bara að reyna sækja jafnteflið held ég. En flott hjá okkur að halda haus og skora rétt fyrir hálfleik.“
Athugasemdir