Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 05. september 2025 21:59
Kári Snorrason
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Icelandair
Hákon Arnar var fyrirliði Íslands í leiknum.
Hákon Arnar var fyrirliði Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska landsliðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Aserbaídsjan í undankeppni HM fyrr í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í leiknum, en hann kom í viðtal að honum loknum.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserb­aísjan

„Mjög sáttur, flott frammistaða hjá öllum. Stóðum okkur gríðarlega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Við keyrðum yfir þá, það er ekki hægt að biðja um meira en 5-0.“

Íslenska liðið lék á alls oddi í síðari hálfleik.

„Það er ógeðslega gaman þegar maður nær þessu flæði. Þeir áttu bara ekki breik, við vorum að finna hvorn annan í svæðum, spiluðum vel saman, ógeðslega gaman þegar svona leikir koma inn, allir á deginum.“

Aserbaídsjan hægðu á mikið leiknum í fyrri hálfleik, fór það í taugarnar á ykkur leikmönnunum?

„Það gerði það eiginlega of mikið, við vorum farnir að kvarta aðeins í dómaranum og þetta komst smá í hausinn á okkur hvernig þeir spiluðu. Reyna að tefja og ekki mikið að sækja, voru bara að reyna sækja jafnteflið held ég. En flott hjá okkur að halda haus og skora rétt fyrir hálfleik.“

Athugasemdir
banner
banner