Lionel Messi spilaði sinn síðasta heimaleik með argentíska landsliðinu í nótt þegar liðið vann Venezuvela í undankeppni HM.
Hann skoraði tvennu og Lautaro Martinez skoraði eitt í 3-0 sigri.
Hann skoraði tvennu og Lautaro Martinez skoraði eitt í 3-0 sigri.
„Það eru miklar tilfinningar í gangi, ég hef gengið í gegnum ýmislegt hérna. Það er alltaf gaman að spila í Argentínu fyrir okkar fólk. Ég er mjög ánægður, að geta klárað þetta svona hérna er eitthvað sem mig hefur dreymt um," sagði Messi eftir leikinn en hann sagði það óvíst að hann muni taka þátt á HM á næsta ári.
Estevao, Lucas Paqueta og Bruno Guimaraes sáu um markaskorunina fyrir Brasilíu í 3-0 sigri gegn Síle.
Úrugvæ, Kólumbía og Paragvæ tryggðu sér sæti á HM ásamt Argentínu, Brasilíiu og Ekvador sem höfðu þegar tryggt sig áfram.
Argentína 3 - 0 Venezuela
1-0 L. Messi ('39 )
2-0 L. Martínez ('76 )
3-0 L. Messi ('80 )
Colombia 3-0 Bolivia
1-0 J. Rodríguez ('31 )
2-0 J. Córdoba ('74 )
3-0 J. Quintero ('83 )
Paragvæ 0-0 Ekvador
Uruguay 3-0 Peru
1-0 R. Aguirre ('14 )
2-0 G. de Arrascaeta ('58 )
3-0 F. Viñas ('80 )
Athugasemdir