Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Frétti það frá Fabrizio Romano að hann væri á förum frá Arsenal
Mynd: EPA
Fabrizio Romano vissi meira en Kiwior
Fabrizio Romano vissi meira en Kiwior
Mynd: Fabrizio Romano - Facebook
Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior segist hafa frétt það í gegnum Fabrizio Romano að hann væri á leið til Porto.

Arsenal vildi losa sig við Kiwior í glugganum og var Porto búið að vera í stöðugu sambandi við félagið og umboðsmann hans.

Kiwior hélt áfram að mæta á æfingar á meðan viðræður var í gangi en rétt fyrir æfinguna fór síminn á fullt hjá honum. Skilaboðum ringdi úr öllum áttum eftir að Fabrizio Romano setti „Here we go!“ á skipti hans til Porto.

Romano vissi meira en leikmaðurinn sjálfur og eflaust fengið þessar upplýsingar frá portúgalska félaginu eða umboðsmanni Kiwior.

„Það var erfitt að kveðja Arsenal því ég vissi ekki hvenær skiptin færu í gegn. Ef ég hefði vitað það einum degi fyrr þá hefði ég fengið tækifærið til að undirbúa mig, en ég vissi ekki hvaða dagur yrði minn síðasti.“

„Fabrizio Romano sagði „Here we go!“ og ég byrjaði fá fullt af skilaboðum þar sem fólk var að óska mér til hamingju. Ég var að fara á æfingu og leikmennirnir sáu þetta á símanum og spurðu af hverju ég væri að klæða mig í æfingargallann ef þetta væri nú þegar klárt.“

„Ég neitaði að kveðja í því augnabliki því ég var ekki með neinar upplýsingar um það hvort þetta myndi gerast eða ekki. Daginn eftir vissi ég að ég gæti kvatt. Ég mætti á æfingasvæðið og kvaddi stjórann og liðsfélagana. Þetta var mjög erfitt og ég náði ekki að kveðja alla. Ég átti enn eftir að hringja nokkur símtöl,“
sagði Kiwior við O'Jogo.
Athugasemdir
banner