
Ísak Bergmann Jóhannesson var á skotskónum í sannfærandi sigri Íslands á Aserbaídsjan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM. Ísak mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Það var ótrúlega gaman að spila þennan leik. Við spiluðum ótrúlega vel í seinni hálfleik. Spiluðum á milli línanna, hlupum aftur fyrir þá og bjuggum til ótrúlega mörg færi, ég held að þetta hefði getað farið sex, sjö-núll.“
Ísak skoraði annað og þriðja mark Íslands, seinna mark Ísaks var einkar fallegt.
„Það var ótrúlegt að horfa á þetta, geggjað hjá Jóni Degi að sjá mig. Þetta var ótrúlega flott, seinni hálfleikurinn var stórkostlegur við verðum að halda áfram svona.“
Ísak var nálægt þrennunni.
Ég var mjög svekktur, ég æfi þetta skot reglulega. Ég náði ekki að setja hann út við horn. Ég var að hugsa um þetta í margar mínútur eftir á. Að ná þrennu í landsleik hefði verið geðveikt. Fyrsta markið var tæpt, þannig ég held að þetta hefði jafnast allt út.
Ísland mætir Frökkum á þriðjudag.
„Þetta verður örugglega öðruvísi gegn Frakklandi, við verðum ekki með boltann en það er stórt verkefni sem við ætlum að leysa og gera 100 prósent.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir