Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 12:56
Elvar Geir Magnússon
Eigendurnir töldu þörf á breytingum
Daniel Levy, til hægri.
Daniel Levy, til hægri.
Mynd: EPA
Þær stóru fréttir bárust úr ensku úrvalsdeildinni í gær að hinn umdeildi Daniel Levy væri hættur sem stjórnarformaður Tottenham. Levy hefur ekki verið vinsæll meðal stórs hluta stuðningsmanna liðsins.

Daily Mail segir að eigendur félagsins, með Joe Lewis fjölskylduna fremsta í flokki, hafi hlustað á óánægjuraddir og ákveðið að best væri að Levy myndi stíga af stóli.

Tottenham komst í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina en liðið endaði hinsvegar í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn hafa verið að standa fyrir mótmælum gagnvart Levy.

Heimildarmaður dagblaðsins sem er sagður vel tengdur Joe Lewis fjölskyldunni segir að eigendurnir vilji það sama og stuðningsmenn, fleiri sigra.

Peter Charrington, stjórnarmaður hjá eigendum Tottenham, hefur tekið við sem óháður stjórnarformaður.
Athugasemdir
banner