Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   fös 05. september 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Þróttur gæti komist upp í Bestu deildina um helgina
Lengjudeildin
Þróttur hefur unnið fjóra leiki í röð og er á toppi Lengjudeildarinnar.
Þróttur hefur unnið fjóra leiki í röð og er á toppi Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík er í öðru sæti.
Njarðvík er í öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór situr í þriðja sæti.
Þór situr í þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferð Lengjudeildarinnar verður spiluð á morgun. Þróttur er á toppnum og möguleiki á að það tryggi sér toppsætið með sigri gegn HK í Kórnum. Ef Njarðvík og Þór tapa sínum leikjum á sama tíma þá vinnur Þróttur deildina.

Njarðvík heimsækir Keflavík í Ljósanæturleiknum og Þór fær Fjölni í heimsókn í Bogann en Fjölnismenn berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.

Það er líka möguleiki á því að úrslitin ráðist í fallbaráttunni á morgun. Leiknir og Fjölnir eru í fallsætum og gætu bæði farið niður á morgun ef illa fer hjá þeim.

21. umferð - laugardagur 6. september
16:00 HK-Þróttur R. (Kórinn)
- Dómari: Twana Khalid Ahmed
16:00 Grindavík-ÍR (Stakkavíkurvöllur)
- Dómari: Helgi Mikael Jónasson
16:00 Keflavík-Njarðvík (HS Orku völlurinn)
- Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
16:00 Þór-Fjölnir (Boginn)
- Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
16:00 Leiknir R.-Selfoss (Domusnovavöllurinn)
- Dómari: Pétur Guðmundsson
16:00 Fylkir-Völsungur (tekk VÖLLURINN)
- Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson

Fyrirkomulagið
Bara liðið í efsta sæti kemst upp í Bestu deildina. Liðin sem enda í sætum 2-5 munu fara í umspil sem endar með hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er þriðja tímabilið með þessu fyrirkomulagi.

Sem dæmi, ef deildin myndi enda eins og hún er í dag þá fer Þróttur auðvitað beint upp. Njarðvík og HK myndu mætast í undanúrslitum umspilsins og Þór leika gegn ÍR. Í undanúrslitum er leikið heima og að heiman. Sigurliðin komast á Laugardalsvöll þar sem leikið er um sæti í Bestu deildinni.


Lokaumferðin verður svo spiluð laugardaginn 13. september en meðal leikja þar er viðureign Þróttar og Þórs sem gæti reynst hreinn úrslitaleikur.

22. umferð (lokaumferð) - laugardagur 13. september
14:00 ÍR-Fylkir (AutoCenter-völlurinn)
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
14:00 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)
14:00 Völsungur-HK (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Njarðvík-Grindavík (JBÓ völlurinn)
14:00 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner