
„Mér líður alls ekki vel. Við vildum byrja þetta af meiri krafti, við spiluðum því miður ekki nógu góðan leik og vorum klaufalegir á seinasta þriðjungi.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, U21 landsliðsmaður Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.
Lestu um leikinn: Ísland U21 1 - 2 Færeyjar U21
Afhverju mætir Íslenska liðið svona illa stefnt til leiks?
„Ég veit ekki afhverju þetta er. Við þurfum að mæta gíraðari í næsta leik, ég tek seinna markið á mig að sjálfsögðu, það voru mistök hjá mér. En heilt yfir var leikurinn ekki nógu góður hjá okkur fannst mér.“
Hvernig fannst þér seinni hálfleikurinn spilast hjá Íslandi?
„Mér fannst við alveg þannig séð eiga sénsa að jafna þetta. Svo þegar maður jafnar þetta veit maður aldrei hvað gerist. En samt þegar ég segi þetta fannst mér þetta ekki nógu gott hjá okkur. En bara upp með hausinn og vinna næsta leik.“
Þetta hlýtur að hafa verið gífurleg vonbrigði að hafa tapað þessum leik.
„Já þetta er það. Það eru vonbrigði að tapa öllum leikjum, það er bara þannig.“
Hvað þarf liðið að gera til þess að gleyma þessum leik og fara að vinna leiki?
„Eins og ég sagði, upp með hausinn og laga það sem við þurfum að laga og keyra á næsta leik.“
Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir