Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   fim 04. september 2025 21:25
Sölvi Haraldsson
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður alls ekki vel. Við vildum byrja þetta af meiri krafti, við spiluðum því miður ekki nógu góðan leik og vorum klaufalegir á seinasta þriðjungi.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, U21 landsliðsmaður Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Færeyjar U21

Afhverju mætir Íslenska liðið svona illa stefnt til leiks?

„Ég veit ekki afhverju þetta er. Við þurfum að mæta gíraðari í næsta leik, ég tek seinna markið á mig að sjálfsögðu, það voru mistök hjá mér. En heilt yfir var leikurinn ekki nógu góður hjá okkur fannst mér.“

Hvernig fannst þér seinni hálfleikurinn spilast hjá Íslandi?

„Mér fannst við alveg þannig séð eiga sénsa að jafna þetta. Svo þegar maður jafnar þetta veit maður aldrei hvað gerist. En samt þegar ég segi þetta fannst mér þetta ekki nógu gott hjá okkur. En bara upp með hausinn og vinna næsta leik.“

Þetta hlýtur að hafa verið gífurleg vonbrigði að hafa tapað þessum leik.

„Já þetta er það. Það eru vonbrigði að tapa öllum leikjum, það er bara þannig.“

Hvað þarf liðið að gera til þess að gleyma þessum leik og fara að vinna leiki?

„Eins og ég sagði, upp með hausinn og laga það sem við þurfum að laga og keyra á næsta leik.“

Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner