
Elías Rafn Ólafsson verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld þegar liðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Elías og Hákon Rafn Valdimarsson berjast um markvarðarstöðu íslenska landsliðsins.
Elías og Hákon Rafn Valdimarsson berjast um markvarðarstöðu íslenska landsliðsins.
Elías er aðalmarkvörður danska liðsins Midtjylland sem er komið í Evrópudeildina. Hann hefur það fram yfir Hákon að spila fleiri leiki með sínu félagsliði.
Hákon er varamarkvörður Brentford en fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í sigri gegn Bournemouth í deildabikarnum í lok ágúst. Hann hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins og spilaði báða leiki Íslands í umspilinu gegn Kósovó undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
Athugasemdir