Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Ótrúlegur endurkomusigur hjá Breiðabliki í toppslagnum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 FH
0-1 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('10 )
1-1 Birta Georgsdóttir ('90 )
2-1 Birta Georgsdóttir ('93 )
Lestu um leikinn

Breiðablik fékk FH í heimsókn í toppslag í Bestu deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn var Breiðablik með fimm stiga forystu á FH á toppnum. Breiðablik hafði aðeins tapað einum leik í sumar en það var einmitt gegn FH í Kaplakrika.

Berglind Freyja Hlynsdóttir kom FH yfir snemma leiks eftir sendingu frá Thelmu Lóu Hermannsdóttir. Blikar voru með góð tök á leiknum í kjölfarið en tókst ekki að setja boltann í netið fyrir lok fyrri hálfleiks.

Eftir tæplega klukkutíma leik fylgdi Berglind Björg Þorvaldsdóttir á eftir skoti frá Kristínu Dís Árnadóttur og skoraði en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Tæpum tíu mínútum síðar átti Birta Georgsdóttir góða tilraun en Macy Elizabeth Enneking í marki FH varði vel. Breiðablik óð áfram í færum og undir lok venjulegs leiktíma tókst þeim að brjóta ísinn.

Birta átti skot í stöng en fékk boltann aftur og skoraði í opið markið. Samantha Smith átti skot yfir markið strax í kjölfarið. Blikar héldu áfram að herja á mark FH-inga og Birta tryggði Breiðabliki ótrúllegan endurkomusigur í blálokin þegar hún skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.

Breiðablik er komið með átta stiga forystu á toppnum. Liðið er með 43 stig en FH í 2. sæti með 35 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 16 14 1 1 63 - 12 +51 43
2.    FH 16 11 2 3 39 - 19 +20 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 16 7 3 6 24 - 24 0 24
5.    Þór/KA 15 7 0 8 28 - 27 +1 21
6.    Víkingur R. 16 6 1 9 34 - 38 -4 19
7.    Stjarnan 15 6 1 8 22 - 30 -8 19
8.    Fram 16 6 0 10 22 - 40 -18 18
9.    Tindastóll 16 5 2 9 20 - 34 -14 17
10.    FHL 15 1 0 14 8 - 45 -37 3
Athugasemdir
banner
banner