Franski landsliðsmaðurinn Ousmane Demble er tæpur fyrir leikinn gegn Íslandi á þriðjudaginn eftir að hann meiddist í 2-0 sigri liðsins gegn Úkraínu í kvöld.
Dembele kom inn á sem varamaður í hálfleik en þurfti að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri.
Dembele kom inn á sem varamaður í hálfleik en þurfti að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri.
Franski miðillinn L'Equipe segir frá því að það sé mikil reiði innan herbúða PSG. Franska félagið tjáði læknateymi landsliðsins að hann ætti ekki að spila.
Dembele átti stórkostlegt tímabil í fyrra þar sem hann skoraði 35 mörk í 53 leikjum. Tímabilið var langt og strangt þar sem liðið vann Meistaradeildina og svo tók HM félagsliða við.
Athugasemdir