Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 11:10
Elvar Geir Magnússon
Brownhill valdi peningana í Sádi-Arabíu
Brownhill í leik með Burnley.
Brownhill í leik með Burnley.
Mynd: EPA
Josh Brownhill, fyrrum fyrirliði Burnley, er að ganga í raðir Al-Shabab í Sádi-Arabíu. Miðjumaðurinn hefur samþykkt tveggja ára samning.

Brownhill yfirgaf Burnley eftir síðasta tímabil. Brentford, Wolves, Leicester og West Ham höfðu áhuga á að fá hann en hann ákvað að velja peningana á Arabíuskaganum.

Hjá Al-Shabab mun hann spila með belgíska landsliðsmanninum Yannick Carrasco og Wesley Hoedt, fyrrum varnarmanni Southampton og Watford.

Imanol Alguacil, fyrrum stjóri Real Sociedad, heldur um stjórnartaumana hjá Al-Shabab en liðið tapaði 4-1 í fyrstu umferð deildarinnar fyrir Al-Khaleej.

Brownhill er 29 ára og var fimm ár hjá Burnley. Hann skoraði 18 mörk á síðasta tímabili þegar Burnley endaði í öðru sæti Championship-deildarinnar og endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner