Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Eigandi PSG reiður út í Juventus - „Mun ekki gleyma“
Al-Khelaifi er alls ekki sáttur.
Al-Khelaifi er alls ekki sáttur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nasser Al-Khelaifi, eigandi Paris Saint-Germain, er reiður út í aðferðir Juventus eftir að viðræður um Randal Kolo Muani sigldu í strand.

Ítalska félagið fékk Kolo Muani lánaðan á síðasta tímabili en neitaði síðan að kaupa hann í sumar, við litla kátínu Al-Khelaifi.

Juventus og PSG höfðu verið í viðræðum í margar vikur en samkomulag náðist ekki um kaupverð. Juventus fékk Lois Openda frá RB Leipzig í staðinn.

„Þið hafið verið að spila með okkur í margar vikur. Þetta er nóg komið. Þú færð ekki annan dag með mér. Ég mun ekki gleyma ykkar aðferðum, þið getið verið vissir um það," sagði Al-Khelaifi.

Strax eftir að viðræðurnar sigldu í strand þá sagði Al-Khelaifi umboðsmanni Kolo Muani að finna lausn og á endanum gekk leikmaðurinn til liðs við Tottenham á gluggadeginum.

PSG var ósátt við hegðun Juventus í gegnum viðræðurnar.
Athugasemdir
banner
banner