Ruben Amorim, stjóri Manchester United, fór á leynifund með Antoine Semenyo, leikmanni Bournemouth, eftir síðasta tímabil, en blaðamaðurinn Duncan Castles sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Transfers Podcast á dögunum.
Man Utd fór að sýna Semenyo mikinn áhuga í mars og hafði félagið náð samkomulagi við umboðsmann hans um kaup og kjör.
Rauðu djöflarnir vildu ekki bjóða meira en 55 milljónir punda í Semenyo, en það varð aldrei neitt úr tilboðinu.
Castles segir að ferlið hafi farið svo langt að Amorim hafi hitt Semenyo á veitingastað. Portúgalinn vildi kynnast manneskjunni Semenyo betur áður en lengra var haldið.
Það náði hins vegar aldrei lengra og ákvað Man Utd að fara á eftir öðrum skotmörkum.
Semenyo hefur byrjað tímabilið frábærlega með Bournemouth. Hann skoraði bæði mörkin í 4-2 tapinu gegn Liverpool í 1. umferðinni og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigrinum á Wolves.
Athugasemdir