Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Úrslit liðsins gefa ekki ástæðu til bjartsýni“
Icelandair
Svekktir Aserar eftir 6-0 tap gegn Svíþjóð.
Svekktir Aserar eftir 6-0 tap gegn Svíþjóð.
Mynd: EPA
Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM.

Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti og búast veðbankar við öruggum sigri Íslands. Aserbaídsjan hefur ekki unnið mótsleik síðan 2023 og hefur ekkert náð að rétta úr kútnum síðan Fernando Santos tók við liðinu. Liðið er án sigurs í tíu leikjum undir hans stjórn.

„Það yrðu góð úrslit fyrir landslið Aserbaídsjan að ná einu stigi úr þessum leik," segir Rauf Aliyev, fyrrum landsliðsmaður Asera, í viðtali við www.idman.biz.

„Þetta verður erfitt verkefni á Íslandi. Mótherjarnir eru góðir og með leikmenn hjá öflugum liðum. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum og ég tel að eitt stig á útivelli yrðu góð úrslit."

„Úrslitin að undanförnu, sérstaklega eftir að Fernando Santos tók við, gefa ekki ástæðu til bjartsýni. Það er ekki margt jákvætt sem hægt er að tala um en vonandi kemur liðið okkur á óvart."
Athugasemdir
banner