Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   lau 06. september 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ótrúleg tölfræði Man Utd í byrjun tímabils
Matheus Cunha á eftir að opna markareikninginn fyrir Man Utd
Matheus Cunha á eftir að opna markareikninginn fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Tímabilið hjá Man Utd fer alls ekki vel af stað en liðið nældi í dramatískan 3-2 sigur gegn Burnley í síðustu umferð eftir jafntefli gegn Fulham og tap gegn Arsenal.

Liðið er þá úr leik i enska deildabikarnum eftir tap gegn D-deildarliði Grimsby í vítaspyrnukeppni.

Liðinu hefur gengið afleitlega fyrir framan mark andstæðinganna en liðið er með 7,82 í xG (vænt mörk) í deildinni á tímabilinu.

Bruno Fernandes skoraði sigurmarkið gegn Burnley úr vítaspyrnu Bryan Mbeumo skoraði annað mark liðsins en fyrsta markið var sjálfsmark frá Josh Cullen.

Eina mark liðsins gegn Fulham í 1-1 jafntefli var sjálfsmark Rodrigo Muniz en sjálfsmörk telja ekki sem skot á mark og því telur xG ekki í sjálfsmörkum.


Athugasemdir
banner