Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
Motta með tilboð frá erlendu félagi
Mynd: EPA
Thiago Motta, fyrrum stjóri Juventus, er með tilboð frá erlendu félagi en umboðsmaðurinn Dario Canovi greinir frá þessu.

„Motta er frábær þjálfari og þarf að velja næsta verkefni vel," segir Canovi.

Motta hefur verið orðaður við félög eins og Fenerbahce í Tyrklandi og Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Bayer Leverkusen er talið leita að þjálfara sem leggur áherslu á taktík og sókndjarfan leikstíl, eiginleika sem Motta hefur.

Enn hefur Motta ekki ákveðið hvað hann gerir næst.
Athugasemdir
banner