Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   fim 04. september 2025 20:34
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þungt tap í dag. Ég er mjög svekktur með byrjunina á leiknum. Við vorum búnir að undirbúa þennan leik í vikunni og vissum nákvæmlega hvað við fengum frá Færeyingunum. Við reyndum og komum til baka í 2-1 en það var ekki nóg í dag.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Færeyjar U21

„Við horfum á alla leiki hérna heima sem leiki sem við getum unnið. Auðvitað er þetta áfall fyrir okkur að byrja svona á heimavelli, við erum hundfúlir.“

Fannst Ólafi eitthvað breytast í seinni hálfleiknum til hins betra eða var það bara of lítið of seint?

„Mér fannst seinni hálfleikurinn betri en fyrri hálfleikurinn. Við náðum ekki að skapa stóru möguleikana sem við ætluðum okkur að komast í. Þeir voru 10 inn í teig á tímabili og hentu sér fyrir allt. Þegar þú ert búinn að gefa tvö mörk að þá ertu búinn að gefa mótherjunum von, þeir héngu á þessu og vörðust vel. Mér fannst vanta hreyfingu inn í teig og gæði í fyrirgjöfum. Við gerðum ekki nóg og þess vegna töpuðum við leiknum.“

Hvað þarf liðið að gera til þess að gleyma þessum leik og fara að vinna aftur?

„Við þurfum að læra af þessu og girða okkur í brók fyrir leikinn í Eistland.“

Afhverju gerir Ólafur Ingi ekki breytingar í hálfleik eftir þennan hörmulega fyrri hálfleik?

„Ég vildi bara að við myndum byrja leikinn aftur og gefa þeim tækifæri sem byrjuðu hvort þeir gætu byrjað seinni hálfleikinn betur. Ég beið aðeins með það, mögulega hefði ég breytt einhverju eftir á. Það verður maður að lifa með hvort maður hefði átt að gera breytingar í hálfleik eða ekki. En ég kaus að bíða og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Það var ekkert að framlagi strákanna, þeir lögðu sig fram en við fundum ekki þessi loka augnablik sem við hefðum þurft.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner