Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 04. september 2025 20:34
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þungt tap í dag. Ég er mjög svekktur með byrjunina á leiknum. Við vorum búnir að undirbúa þennan leik í vikunni og vissum nákvæmlega hvað við fengum frá Færeyingunum. Við reyndum og komum til baka í 2-1 en það var ekki nóg í dag.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Færeyjar U21

„Við horfum á alla leiki hérna heima sem leiki sem við getum unnið. Auðvitað er þetta áfall fyrir okkur að byrja svona á heimavelli, við erum hundfúlir.“

Fannst Ólafi eitthvað breytast í seinni hálfleiknum til hins betra eða var það bara of lítið of seint?

„Mér fannst seinni hálfleikurinn betri en fyrri hálfleikurinn. Við náðum ekki að skapa stóru möguleikana sem við ætluðum okkur að komast í. Þeir voru 10 inn í teig á tímabili og hentu sér fyrir allt. Þegar þú ert búinn að gefa tvö mörk að þá ertu búinn að gefa mótherjunum von, þeir héngu á þessu og vörðust vel. Mér fannst vanta hreyfingu inn í teig og gæði í fyrirgjöfum. Við gerðum ekki nóg og þess vegna töpuðum við leiknum.“

Hvað þarf liðið að gera til þess að gleyma þessum leik og fara að vinna aftur?

„Við þurfum að læra af þessu og girða okkur í brók fyrir leikinn í Eistland.“

Afhverju gerir Ólafur Ingi ekki breytingar í hálfleik eftir þennan hörmulega fyrri hálfleik?

„Ég vildi bara að við myndum byrja leikinn aftur og gefa þeim tækifæri sem byrjuðu hvort þeir gætu byrjað seinni hálfleikinn betur. Ég beið aðeins með það, mögulega hefði ég breytt einhverju eftir á. Það verður maður að lifa með hvort maður hefði átt að gera breytingar í hálfleik eða ekki. En ég kaus að bíða og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Það var ekkert að framlagi strákanna, þeir lögðu sig fram en við fundum ekki þessi loka augnablik sem við hefðum þurft.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner