Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
   fim 04. september 2025 20:34
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þungt tap í dag. Ég er mjög svekktur með byrjunina á leiknum. Við vorum búnir að undirbúa þennan leik í vikunni og vissum nákvæmlega hvað við fengum frá Færeyingunum. Við reyndum og komum til baka í 2-1 en það var ekki nóg í dag.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Færeyjar U21

„Við horfum á alla leiki hérna heima sem leiki sem við getum unnið. Auðvitað er þetta áfall fyrir okkur að byrja svona á heimavelli, við erum hundfúlir.“

Fannst Ólafi eitthvað breytast í seinni hálfleiknum til hins betra eða var það bara of lítið of seint?

„Mér fannst seinni hálfleikurinn betri en fyrri hálfleikurinn. Við náðum ekki að skapa stóru möguleikana sem við ætluðum okkur að komast í. Þeir voru 10 inn í teig á tímabili og hentu sér fyrir allt. Þegar þú ert búinn að gefa tvö mörk að þá ertu búinn að gefa mótherjunum von, þeir héngu á þessu og vörðust vel. Mér fannst vanta hreyfingu inn í teig og gæði í fyrirgjöfum. Við gerðum ekki nóg og þess vegna töpuðum við leiknum.“

Hvað þarf liðið að gera til þess að gleyma þessum leik og fara að vinna aftur?

„Við þurfum að læra af þessu og girða okkur í brók fyrir leikinn í Eistland.“

Afhverju gerir Ólafur Ingi ekki breytingar í hálfleik eftir þennan hörmulega fyrri hálfleik?

„Ég vildi bara að við myndum byrja leikinn aftur og gefa þeim tækifæri sem byrjuðu hvort þeir gætu byrjað seinni hálfleikinn betur. Ég beið aðeins með það, mögulega hefði ég breytt einhverju eftir á. Það verður maður að lifa með hvort maður hefði átt að gera breytingar í hálfleik eða ekki. En ég kaus að bíða og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Það var ekkert að framlagi strákanna, þeir lögðu sig fram en við fundum ekki þessi loka augnablik sem við hefðum þurft.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner