
Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn í sannfærandi 5-0 sigri á Aserbaídsjan í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Við getum verið mjög ánægðir með okkur, en í fyrri hálfleiknum reyndum við að brjóta þá niður. Þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá, en síðan kemur þetta í seinni hálfleik og við gerðum vel.“
„Ég myndi segja að þetta hafi verið þolinmæðisverk. Það er erfitt að spila gegn svona landsliði sem heldur bara niðri, það tekur bara tíma og svo brotnar ísinn. Þá gerist bara sem gerist, eins og í seinni hálfleik.“
„Mér leið mjög vel í þessari stöðu, ég get leyst hvaða stöðu sem er, fyrir mér var þetta bara frábært.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir