Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
banner
   fös 05. september 2025 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kári sló á létta strengi - „Ekki það að ég myndi nokkurn tímann á ævinni viðurkenna það"
Icelandair
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Leikur Íslands gegn Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 er kominn af stað. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem Ísland á að vinna leikinn örugglega.

Það vantar góða og mikilvæga leikmenn í hópinn. Leikmenn á borð við Orra Stein Óskarsson, Aron Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru ekki í hópnum.

Liðið hefur ekki náð í nægilega góð úrslit undanfarið en Bjarni Guðjónsson sagði í umfjöllun SÝN Sport fyrir leikinn að það væri kominn tími til að nýja kynslóðin stigi upp í fjarveru reynslumeiri leikmanna.

„Það er meiri reynsla sem kemur með þeim. Það er tækifæri fyrir yngri leikmenn að stíga upp. Ég ætla að vona að hinir grípi keflið sem Aron og Jói halda í siðustu ár og verið frábærir í. Það kemur að þessu hjá okkur öllum að það sígi á seinni hlutann," sagði Bjarni

„Það verður þungt að fara til Frakklands með þrjú stig. Það er óvanalegt fyrir okkur að fara með kröfu að vinna. Það hjálpar okkur í þessum leik á móti ekkert sérstaklega góðu en samt skeinuhættu liði að setja pressu á að vinna þetta lið ef við ætlum að eiga möguleika á það sem er framundan."

Kári Árnason, sem var í gullkynslóð landsliðsins á sínum tíma, sló á létta strengi.

„Ef þú ferð yfir liðin sem þessir strákar eru að spila í miðað við það sem var þá er hægt að færa rök fyrir því að þetta séu betri einstaklingar. Ekki það að ég myndi nokkurn tímann á ævi minni viðurkenna það. En það er hægt að færa rök fyrir því út frá liðunum sem þeir spila með en ekki inn á vellinum hins vegar. Við verðum að gera kröfu á að þeir skili einhverju."
Athugasemdir
banner