Heimild: Þróttur.is

Þróttur hefur komist að samkomulagi við Inter Milan um að lána Björn Darra Oddgeirsson til ítalska stórliðsins með kaupretti. Hann mun æfa og spila með unglingaliðum félagsins.
Björn er fæddur árið 2009. Hann kom við sögu í einum leik í Mjólkurbikarnum í sumar. Hann á að baki átta landsleiki fyrir hönd yngri landsliða Íslands. Hann leikur jafnan með 2. flokki Þróttar en var einnig í sigurliði félagsins í 3. flokki á ReyCup í sumar.
Í tilkynningu frá Þrótti kemur fram að Þróttur og Inter séu komin í formlegt samstarf. Það felur í sér heimsóknir leikmanna og þjálfara milli féelaganna.
„Þannig mun samstarfið skapa dýrmæt tækifæri til að miðla þekkingu á milli sín sem styrkir bæði félög," segir í tilkynningu frá Þrótti.
Athugasemdir