Heimild: Vísir

Ísland er með 1-0 forystu í hálfleik gegn Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.
Íslenska liðið stýrði ferðinni í fyrri hálfleik en það gekk illa að brjóta Aserbaísjan á bak aftur. Það tókst hins vegar í síðustu sókn fyrri hálfleiksins.
Íslenska liðið stýrði ferðinni í fyrri hálfleik en það gekk illa að brjóta Aserbaísjan á bak aftur. Það tókst hins vegar í síðustu sókn fyrri hálfleiksins.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
Guðlaugur Victor Pálsson braut ísinn í blálok fyrri hálfleiksins þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni.
„Albert tekur hornspyrnuna, boltinn á nærsvæðið þar sem Guðlaugur Victor rís manna hæst og stangar boltann í netið. Markið kemur á frábærum tímapunkti, rétt fyrir hálfleik!" Skrifaði Kári Snorrason í textalýsinguna.
Athugasemdir