Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino: Samband okkar Levy var alltaf gott
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, var í sjokki þegar hann frétti af brotthvarfi Daniel Levy sem stjórnarformaður Tottenham.

Pochettino stýrði Tottenham frá 2014-2019 en hann komst í úrslit enska deildabikarsins og Meistaradeildarinnar á þeim tíma.

„Ég var í sjokki því hann var forsetinn minn. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég sendi honum og öðrum sem voru nánir honum skilaboð. Ég hef ekki fengið neitt svar ennþá," sagði Pochettino.

„Ég vil segja að ég óska honum alls hins besta í lífinu og með fjölskyldunni. Okkar samband var alltaf gott."

Levy var mjög umdeildur meðal stuðningsmanna félagsins en greint hefur verið frá því að eigendur félagsins töldu að það hafi verið kominn tími á breytingar og ákveðið að best væri að Levy myndi stíga af stóli.
Athugasemdir