Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Kristján fær nýjan liðsfélaga frá Sunderland (Staðfest)
Mynd: Cracovia
Serbneski miðjumaðurinn Milan Aleksic er genginn til liðs við Cracovia í Póllandi frá Sunderland á láni út tímabilið.

Það er kaupmöguleiki fyrir Cracovia í samningnum.

Aleksic er tvítugur en hann gekk til liðs við Sunderland frá FK Radnicki 1923 í heimalandinu síðasta sumar. Hann spilaði tíu leiki og skoraði eitt mark fyrir Sunderland.

„Milan er leikmaður sem getur náð langt en til að gera það þarf hann að spila leiki á réttum stað. Cracovia hefur byrjað tímabilið vel heima fyrir og þetta skref færir Aleksic vettvang sem hann þarf á þessum tímapunkti," sagði Kristjaan Speakman, yfirmaður fótboltamála hjá Sunderland.

Davíð Kristján Ólafsson er leikmaður Cracovia. Liðið er i 2. sæti pólsku deildarinnar með 14 stig eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner
banner