Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu atvikið: Þurfti að halda aftur af Messi í göngunum
Mynd: EPA
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Lionel Messi þegar hann spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir argentíska landsliðið um helgina.

Argentína lagði Venesúela 3-0 en Messi skoraði tvennu. Landsliðsferilinum hans fer að ljúka en hann sagði að það væri óvíst að hann tæki þátt á HM 2026.

Þessi leikur var ekki bara dans á rósum fyrir hann því hann var eitthvað illa fyrir kallaður í hálfleik.

Það náðist myndband í göngunum þar sem Messi sást ganga að Tomás Rincón, leikmanni Venesúela, en Messi virtist ekki parsáttur við Rincón.

Það er óvíst hvað gekk á en liðsfélagar Messi náðu að koma honum í burtu áður en það sauð algjörlega upp úr.

Heated argument between Messi and Tomas Rincon in the tunnel during half time at Argentina vs Venezuela
byu/Living_Wickihowla insoccer

Athugasemdir