
Guðlaugur Victor skoraði fyrsta mark Íslands í 5-0 sigri á Aserbaídsjan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Við erum mjög ánægðir, ég er ánægður með liðið og alla. Þetta var statement sigur. Við erum ekki búnir að vera feimnir við það að tala um að við þyrftum að vinna þennan leik. Við ætluðum okkur að vinna hann og við gerðum það.“
Guðlaugur Victor braut ísinn eftir 45 mínútna leik.
„Markið gaf okkur ró, við vorum með yfirhöndina með boltann, en sköpuðum ekki mikið, kannski einhver hálffæri. En það er mikilvægt að ná 1-0 og fara inn í hálfleik og reyna að pússa aðeins hvað við gætum gert betur og slípa okkur aðeins saman. Síðan pökkum við þeim saman í seinni hálfleik.“
Ísland lék frábærlega í síðari hálfleik.
„Þetta er rosalega spennandi lið sem við erum með. Ef við spilum á móti liðum sem gefur okkur mikið pláss þá erum við með rosalega góða og efnilega spennandi leikmenn. Það er rosalega gaman að fylgjast með þeim.“
„Við vitum líka að Aserbaídsjan er kannski ekki besta landslið í heimi, en þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar móral að sýna og bakka upp sem það við erum búnir að tala um. Þetta er fyrsti leikur og statement sigur en núna verðum við að fara niður á jörðina og einbeita okkur að verkefninu á þriðjudaginn.“
Athugasemdir