Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fös 05. september 2025 22:09
Kári Snorrason
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Icelandair
Guðlaugur Victor skoraði fyrsta mark Íslands.
Guðlaugur Victor skoraði fyrsta mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðlaugur Victor skoraði fyrsta mark Íslands í 5-0 sigri á Aserbaídsjan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

„Við erum mjög ánægðir, ég er ánægður með liðið og alla. Þetta var statement sigur. Við erum ekki búnir að vera feimnir við það að tala um að við þyrftum að vinna þennan leik. Við ætluðum okkur að vinna hann og við gerðum það.“

Guðlaugur Victor braut ísinn eftir 45 mínútna leik.

„Markið gaf okkur ró, við vorum með yfirhöndina með boltann, en sköpuðum ekki mikið, kannski einhver hálffæri. En það er mikilvægt að ná 1-0 og fara inn í hálfleik og reyna að pússa aðeins hvað við gætum gert betur og slípa okkur aðeins saman. Síðan pökkum við þeim saman í seinni hálfleik.“

Ísland lék frábærlega í síðari hálfleik.

„Þetta er rosalega spennandi lið sem við erum með. Ef við spilum á móti liðum sem gefur okkur mikið pláss þá erum við með rosalega góða og efnilega spennandi leikmenn. Það er rosalega gaman að fylgjast með þeim.“

„Við vitum líka að Aserbaídsjan er kannski ekki besta landslið í heimi, en þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar móral að sýna og bakka upp sem það við erum búnir að tala um. Þetta er fyrsti leikur og statement sigur en núna verðum við að fara niður á jörðina og einbeita okkur að verkefninu á þriðjudaginn.“


Athugasemdir